Biðji kjósendur afsökunar

Félagsfundur Dögunar ályktar að forystumenn, og einkum núverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna sem hvöttu Íslendinga til að mæta ekki á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu um  Icesave-samningana, sjái sóma sinn í að biðja kjósendur afsökunar á þeim orðum sínum að kjósendur nýti ekki rétt sinn til að taka lýðræðislega afstöðu í jafn umdeildu og alvarlegu máli og Icesave-samningar ríkisstjórnarinnar voru.

Þetta kemur fram í ályktun af fundinum sem fram fór í gærkvöldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert