Opinn fundur um framtíð umsóknar

AFP

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, stendur fyrir opnum fundi um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB næstkomandi þriðjudag, 5. febrúar. Fulltrúar fimm stærstu stjórnmálaflokkanna verða frummælendur.

Framtíð aðildarumsóknarinnar mun fyrst og fremst vera ráðin af afstöðu flokkanna til málsins og árangur þeirra í kosningunum í vor,“ segir í tilkynningu frá Heimssýn.

Hver frummælandi kynnir afstöðu sína og síns flokk og að því loknu verður fundargestum gefið færi á að koma með spurningar úr sal. Fundurinn hefst klukkan 12 í Norræna húsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert