Segir Icesave-málinu snúið á haus

mbl.is/Hjörtur

„Það sem Ísland hefur hins vegar gert með skynsömum hætti er að afskrifa skuldir, bæði fyrirtækja og einstaklinga, sem og að milda gjaldþrotalög landsins,“ segir Sigrún Davíðsdóttir, fréttamaður Ríkisútvarpsins, í bréfi til breska viðskiptablaðsins Financial Times þar sem hún gerir athugasemd við umfjöllun þess um Icesave-málið.

Sigrún segir að með þessum aðgerðum hafi tekist að koma í veg fyrir illa færi fyrir íslenska hagkerfinu. Þær hafi verið sigur fyrir lög og efnahagslega skynsemi en ekki það hvernig Icesave-málið hafi þróast. Af því gætu skuldugar þjóðir lært. Hún gagnrýnir Financial Times fyrir að snúa sögunni á haus með því að draga upp mynd af hetjulegri lítilli eyju sem hafi boðið stórveldum og bankamönnum um allan heim birginn.

Þetta sé mjög afvegaleiðandi mynd af því hvernig málin hafi þróast. Það sé rétt að Ísland hafi ekki bjargað þremur stóru bönkunum en hins vegar hefði minni fjármálastofnunum verið bjargað og kostnaðurinn af því hafi verið 20-25% af landsframleiðslu landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert