„Fólk var tilbúið í ný vinnubrögð“

Árni Páll Árnason eftir að úrslit voru kynnt.
Árni Páll Árnason eftir að úrslit voru kynnt. mbl.is/Kristinn

„Ég er stoltur yfir því að flokksfélagar mínir skuli hafa treyst mér fyrir þessu verkefni með svo afgerandi hætti. Mér fannst ég finna fyrir mikilli stemningu og vilja fólks til að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við mbl.is stuttu eftir að hann hélt sína fyrstu ræðu sem formaður flokksins.

- Áttir þú von á svona afgerandi niðurstöðu?

„Ég vissi ekkert við hverju var að búast. Eina sem ég fann var að það var sama hvar ég kom þá hugsaði fólk alveg það sama. Það var alveg tilbúið í ný vinnubrögð og nýja leið til þess að nálgast stjórnmálin. Og var alveg dauðuppgefið á því ástandi sem stjórnmálin bjóða upp á í dag.“

- Þú nefndir ný vinnubrögð og talaðir um að stríðsreksturinn gengi ekki lengur. Fráfarandi formaður sagði í ræðu í gær að komandi kosningar snerust um stríð við Sjálfstæðisflokkinn. Þið eruð væntanlega ekki sammála í þessum efnum?

„Komandi kosningar snúast um að Samfylkingin setji fram trúverðuga sýn á þau flóknu viðfangsefni sem bíða þjóðarinnar. Þar er ég algjörlega sannfærður um að við höfum einstæða stöðu og keppni okkar í kosningunum mun felast í því að við setjum fram þessa sýn og menn sjái í samanburði milli okkar og annarra flokka muninn á stjórnmálaflokki eins og Samfylkingunni, sem hefur heildstæða sýn á vandamálin og trúverðugar lausnir á þeim, og svo hinsvegar hinum sem skýla sér bak við helgimyndir og ósögð orð. Varðstöðu um gömul kerfi, forréttindi hinna fáu og vilja engu breyta í reynd.“

„Flokkurinn sækir fylgi til allra Íslendinga“

- Sumir tala um að flokkurinn hafi færst til vinstri undir forystu fráfarandi formanns. Þú hefur oft verið kenndur meira við miðjuna eða hægra megin við hana. Heldur þú að Samfylkingin sæki meira inn að miðjunni undir þinni forystu?

„Flokkurinn sækir fylgi til allra Íslendinga. Flokkurinn ætlar sér að vera burðarflokkur. Hann á að vera burðarflokkur. Geta spannað allt frá hinu ysta vinstri og yfir miðjuna. Til þess var hann stofnaður og einungis þannig gegnir hann hlutverki sínu.“

- Þetta er væntanlega fundur þar sem upptakturinn fyrir komandi kosningabaráttu verður sleginn. Skoðanakannanir í gær ekki alveg hagfelldar - 15,8% samkvæmt nýjustu Gallup-könnun. Það er væntanlega mikið verkefni framundan?

„Já það er mikið verkefni framundan og okkur er ekki til setunnar boðið. Við verðum að sýna strax að við viljum slá nýjan takt og það skiptir miklu máli að við gerum það.“

Árni Páll fagnar sigri þegar úrslitin voru kynnt.
Árni Páll fagnar sigri þegar úrslitin voru kynnt. mbl.is/Kristinn
Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra eftir að nýr ...
Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra eftir að nýr formaður var kjörinn í dag. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Innlent »

Sigríður metin hæfust

09:21 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur skipað Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing í velferðarráðuneytinu, til að fara með stjórn nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar á sviði félagsþjónustu. Meira »

Gefur kost á sér til formanns framkvæmdastjórnar

09:18 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraðgerðasinni, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Kosið verður til embættisins á landsfundi Samfylkingarinnar sem fram fer dagana 2.-3. mars. Meira »

Kvenhetjusaga kúabónda í tökur

08:57 Tökur hefjast í Dalabyggð í næstu viku á myndinni Héraðið, The County, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar sem jafnframt skrifar handrit. Meira »

Er eftirspurn eftir íbúðum ofmetin?

08:57 Kanna verður betur hvað býr að baki fjölgun íbúa á hverja íbúð í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í Reykjavík. Útleiga til ferðamanna gæti spilað þar inn í en umræðan er á þann veg að ungt fólk komist ekki úr foreldrahúsum. Meira »

Fyrsta skóflustungan að 155 íbúðum

08:41 Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag kl. 14 við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. Bjargi er ætlað að skapa tekjulægri hópum öruggt húsnæði. Opnað verður fyrir skráningu á biðlista í apríl. Meira »

„Húsið er allt svart og þakið myglu“

08:18 „Þetta útspil kemur okkur mjög á óvart og það hefur aldrei verið rætt áður af hálfu bæjarins,“ segir Anna Gyða Pétursdóttir, annar eigenda hússins við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítla og myglu. Meira »

Ófærð á heiðum

07:53 Ófært er um Lyngdalsheiði en mokstur stendur yfir. Þá er ófært á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Þungfært er um Steingrímsfjarðarheiði. Meira »

Göngumenn týndu áttum

08:10 Tveir íslenskir göngumenn á ferð í Reykjadal ofan Hveragerðis báðu um aðstoð björgunarsveita um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Höfðu mennirnir týnt áttum í hríðarverði og farið út af gönguslóðanum. Meira »

Nokkrir skjálftar yfir 2 stig

07:49 Jörð heldur áfram að skjálfa við Grímsey. Flestir eru skjálftarnir litlir en í nótt urðu nokkrir skjálftar um og yfir 2 stig. Meira »

Fölsuð vegabréf send með pósti

07:37 Tveir menn af erlendum uppruna voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur sl. þriðjudag fyrir að hafa tekið á móti póstsendingu sem þeir töldu innihalda fölsuð grísk vegabréf. Meira »

Djúp lægð á hraðferð

07:12 „Stormurinn í dag er sá síðasti í kortunum í bili, útlit er fyrir að hæðir ráði ríkjum við landið í næstu viku og að þá verði veður tiltölulega rólegt og lítið um úrkomu,“ segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Meira »

Bílar fastir á Mosfellsheiði

06:51 Tvær björgunarsveitir voru kallaðar út í nótt til að aðstoða bílstjóra sem fest höfðu bíla sína uppi á Mosfellsheiði. Aðgerðir stóðu nú fram undir morgun. Á heiðinni var slæmt skyggni og er hún enn talin ófær en mokstur stendur yfir. Meira »

Hlaut áverka á höfði eftir árás

06:00 Rétt fyrir miðnætti í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í austurhluta Reykjavíkurborgar.  Meira »

Hús Íslandsbanka rifið

05:30 Íslandsbanki hefur ákveðið að leggja inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að hefja vinnu við að skipuleggja Kirkjusandslóðina en í því felst m.a. að rífa stórbygginguna á Kirkjusandi sem um langt árabil hýsti höfuðstöðvar fyrirtækisins. Meira »

Endurbætur hefjast í ár

05:30 „Ég er bjartsýnn á að úrbætur á veginum hér á Kjalarnesi komist á dagskrá fljótlega. Sjónarmið okkar njóta skilnings og staðreyndir eru alveg skýrar,“ segir Sigþór Magnússon, formaður Íbúasamtaka Kjalarness. Meira »

Von á mikilli rigningu

05:52 Spáð er suðaustanstormi síðdegis í dag og mikilli rigningu. Veður fer hlýnandi og má búast við 5-10 stigum í kvöld. Fólk er beðið að huga að niðurföllum og lausum munum og sýna varúð á ferðalögum. Meira »

Bílaþorp rís við flugvöllinn

05:30 Á næstunni hefst uppbygging þjónustuklasa fyrir bílaleigubíla í Reykjanesbæ. Hann verður við nýja götu, Flugvelli, og steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Þar verða minnst átta bílaleigur og hundruð, jafnvel þúsundir, bílaleigubíla. Meira »

Eitt stærsta þjófnaðarmál sögunnar

05:30 „Við erum að fara í gegnum þau gögn sem við höfum og yfirheyra þessa aðila. Það verður væntanlega tekin afstaða til þess í dag hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald,“ segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Meira »
Heimavík
...
Peningaskápur eldtraustur
Til sölu VICTOR peningaskápur. Hæð,99 cm breidd,58 cm Kr.48,000,- uppl. sul...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...