„Ísland vann engan sigur“

Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands.
Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands. AFP

„Ísland vann engan sigur. Ísland er ekki hluti af evrusvæðinu og er algerlega ólíkt tilfelli. Sparnaður flestra Íslendinga var þurrkaður út,“ sagði Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands, á fundi í bænum Charleville í suðurhluta landsins samkvæmt fréttavef írska dagblaðsins Irish Independent í dag.

Noonan hafnaði því alfarið að aðstæður Íslands væru sambærilegar við það hvernig málin hefðu þróast á Írlandi eins og haldið var fram á fundinum. Írar hefðu ekki getað fylgt sömu efnahagsstefnu og Íslendingar.

Sagði hann að mótmælendur á Írlandi kölluðu eftir því að láta hlutabréfaeigendur éta það sem úti frysi en á Íslandi hefði það átt við um innistæðueigendur. Fólk hafi glatað sparnaði sínum.

Frétt Irish Independent

mbl.is