Vinstri-grænir með 5,7% fylgi

Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi 5,7% fylgi ef kosið væri til Alþingis nú ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Plúsinn gerði fyrir útvarpsþáttinn Sprengisand á Bylgjunni og birtar voru í þættinum í morgun. Hinn ríkisstjórnarflokkurinn, Samfylkingin, fengi hins vegar 14,4%. Samanlagt hafa stjórnarflokkarnir samkvæmt því aðeins um 20% fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins með 32,7% sem þó er mun minna en hann hefur verið að mælast í könnunum til þessa. Framsóknarflokkurinn bætir hins vegar við sig og er með 18,4% samkvæmt könnuninni. Sama á við um Bjarta framtíð sem fær slétt 14%.

Þá mælast Hægri grænir með 6%, Samstaða með 3%, Dögun með 2%, Píratar með 2% og Húmanistaflokkurinn með 1% fylgi. Um netkönnun var að ræða og taldi úrtakið sem spurt var um 800 manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert