„Sjórinn var þungur af síld“

Svo mikið fuglager hefur sótt í veisluna að það minnir …
Svo mikið fuglager hefur sótt í veisluna að það minnir á kvikmyndina Birds eftir Hitchcock, að sögn bóndans á Eiði. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

„Ég er á því að þetta sé miklu meira en síðast. Þetta er ólýsanlegt,“ sagði Bjarni Sigurbjörnsson, bóndi á Eiði í Kolgrafafirði, um síldardauða í firðinum seinni partinn á föstudag.

Þegar síldin drapst nú var dauðalogn og froststilla, sömu aðstæður og þegar síldardauðinn varð í desember sl. Bjarni fór á laugardagsmorgun og fylgdist með þegar fór að fjara út.

„Sjórinn var þungur af síld. Öldurnar sem komu inn voru bara síld,“ sagði Bjarni. Hann taldi vera meira af síld í fjörunum nú en var um miðjan desember sl. Talið er að þá hafi drepist um 30 þúsund tonn af síld í firðinum. Bjarni sagði megnið af síldinni sem borist hefði á land vera í fjörunni frá Eiði og út að brúnni yfir Kolgrafafjörð. Mest neðan við bæinn. Sumsstaðar nær nýja síldin manni í hné. Hún er stór, feit og falleg og mjög jöfn, um þrjár síldar í kílói. Bjarni fór í gær inn í fjörðinn að athuga með lón sem er innan við Eiðisstapa. Honum sýndist lónið vera kjaftfullt af dauðri síld.

„Það er hér síld um allt og grútur inn með öllu. Fjörurnar eru ófærar vegna grúts. Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Bjarni í umfjöllun um síldardauðann í Morgunblaðinu í dag. Mikill fnykur fylgir rotnandi síldinni og grútnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert