Viljum ekki nýja Sturlungaöld

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur.
Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Ef samfélagið leggur blessun sína yfir það að fólk taki lögin í eigin hendur með ofbeldi gegn kynferðisbrotamönnum er verið að greiða götu hálfgerðs skrílræðis sem ekki verður samfélaginu til framdráttar, að mati afbrotafræðings. Um helgina komu upp bæði líkamsárás og skotárás tengd kynferðisbrotum.

Fjórir karlmenn voru handteknir um helgina eftir að skotið var á hús á Eyrarbakka á laugardag og var einn þeirra dæmdur í gæsluvarðhald í gær. Málið er sagt tengjast kynferðisbrotum sem sagt var frá á Facebook.

Á Akureyri liggur karlmaður á áttræðisaldri á sjúkrahúsi eftir að tveir piltar réðust inn á heimili hans á Skagaströnd um helgina og börðu hann. Málið mun tengjast kynferðisbrotum sem maðurinn er sakaður um að hafa framið gegn barnabörnum sínum og er kæra á hendur honum til skoðunar hjá ríkissaksóknara.

Hefndaraðgerðir vegna kynferðisofbeldis

Lögreglan á Akureyri hefur einnig til rannsóknar kæru sem kona lagði fram í janúar, í kjölfar umfjöllunar Kastljóss, gegn karlmanni um sjötugt vegna kynferðisbrota hans fyrir 40 árum. Fyrir tæpu ári réðst sonur konunnar inn á heimili mannsins á Þórshöfn og barði hann  og skar. Sagði lögregla þá árásina vera uppgjör á áratuga gömlu máli sem ekki kom til kasta lögreglu á sínum tíma.

Fleiri slík nýleg dæmi eru um að fólk reyni að koma fram hefndum vegna kynferðisbrota. Nóttina eftir umfjöllun Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson safnaðist lítill hópur pilta saman við heimili hans í austurborg Reykjavíkur svo nágrönnum hans stóð ekki á sama og létu lögreglu vita, en samkoman leystist upp og hefur Karl Vignir verið í gæsluvarðhaldi síðan. Á Facebook fór af stað mikil umræða og dreifing á myndum og ásökunum á hendur nafngreindum mönnum, m.a. í hópnum „Við viljum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingum“ sem nú virðist hafa verið lokað.

Brot gegn börnum kveikja elda

Helgi Gunnlaugsson, félagsfræðingur og sérfræðingur í afbrotafræðum, varaði við múgæsingu fljótlega í kjölfar umfjöllunar Kastljóssins í janúar og þeirrar miklu umræðu sem varð í framhaldinu. Hann segir það hættulegt ef fólk grípur lögin í eigin hendur. „Með því erum við raunverulega að grafa undan samfélaginu. Þá er þetta orðið stríð allra gegn öllum og það mun ekki færa okkur neitt, það færir okkur aftur á bak.“ 

Kynferðisbrot gegn börnum snerta við öllum og Helgi segir þau kveikja elda sem skiljanlegt sé. „Við sem samfélag erum að horfast í augu við þungbærar afleiðingar þessara brota til lengri tíma. Ég held að samfélagið hafi ekki skilið eða orðið þess áskynja hversu alvarleg þessi brot eru, en þeir þolendur sem stigið hafa fram hafa sýnt okkur inn í heim sálarkvalar og með umræðunni hefur runnið upp fyrir okkur ljós.“

Samfélagið lokaði augunum

Helgi segir að sú tilfinning virðist ríkjandi hjá mörgum að réttarkerfið sé máttlaust gagnvart kynferðisbrotum. Þannig réttlæti fólk fyrir sér að taka lögin í eigin hendur og grípa til hefndaraðgerða. „En það er ekki bara réttarkerfið sem brást í þessum málaflokki heldur samfélagið allt. Máttleysi réttarkerfisins er skilgetið afkvæmi sinnuleysisins í samfélaginu gagnvart þessum brotum.“

Þannig bendir Helgi á að skilningur samfélagins á kynferðisbrotum gegn börnum hafi aukist mikið á stuttum tíma, ekki ósvipað því sem varð í meðferð nauðgunarmála almennt nokkru fyrr. Áður hafi verið þess dæmi að konur mættu fordómum og tregðu af hálfu yfirvalda ef þær lögðu fram kæru um kynferðisbrot en það hafi breyst. Hvað varðar barnaníð þurfi ekki að fara nema örfá ár aftur í tímann til að sjá samfélag sem var fáskiptið gagnvart þessum glæpum og má sem dæmi nefna að fyrir 7 árum var umfjöllun um brot Karls Vignis og hann nafngreindur sem barnaníðingur, m.a. bæði í DV og Morgunblaðinu, án þess að það hefði nokkur eftirmál.

„Ef við förum ennþá lengra aftur sjáum við samfélag sem var alls ekki tilbúið að takast á við þetta. Í ævisögu Sævars Cicielski sem kom út á 8. áratugnum voru til dæmis lýsingar á svona meðferð á börnum en samfélagið lokaði augunum fyrir því. Það er eins og alvarleiki þessara brota hafi ekki verið skynjaður, almenningur bara trúði þessu ekki. Svo er eins og það losni um einhverja spennu og þá blossa öll þessi gömlu mál upp.“

Viðbrögðin þurfa að vera uppbyggileg

Þennan þroska sem samfélagið tekur út er mikilvægt að nýta á uppbyggilegan hátt, að mati Helga, með yfirvegaðri umræðu. Það bjóði hættunni heim að gera kynferðisbrotamenn að leyfilegum skotmörkum. „Með því erum við raunverulega að opna fyrir hálfgert skrílræði. Reiði og heift geta blossað upp með svo margíslegum hætti og búið til óargadýr í okkur sjálfum. Við viljum ekki búa í svoleiðis samfélagi. Við viljum ekki aðra Sturlungaöld.“

Helgi segist telja að ýmislegt megi gera til að auka traust almennings á réttarkerfinu í kynferðisbrotamálum. Til dæmis sé mikilvægt að koma á laggirnar einhvers konar öryggisneti eftir að afplánun kynferðisbrotamanna lýkur, þannig að hægt sé að fylgjast með þeim og draga úr áhættunni á frekari brotum. „Ef þeir eru eftirlitslausir úti í samfélaginu þá skapast ótti. Menn verða að finna að það sé eftirfylgni.“

Ekki síður þurfi að sýna að kynferðisbrotamál séu tekin alvarlega og af festu. „Það þarf að fara fram yfirveguð umræða um hvernig tekið er á þessum málum og hvað má betrumbæta. Það þarf að koma til móts við þær raddir sem hafa skotið rótum í þjóðarsálinni að réttarkerfið sé ekki vanda sínum vaxið. Við þurfum að fá að sjá með trúverðugum hætti að verið sé að vinna í þessum málum af fullri alvöru og á sama tíma megum við ekki láta tilfinningarnar taka völdin. Það er mjög mikið í húfi fyrir okkur.“

Dómstólar og lögregla þurfa að sýna hvernig tekið er á ...
Dómstólar og lögregla þurfa að sýna hvernig tekið er á kynferðisbrotamálum og að það sé gert af alvöru segir Helgi Gunnlaugsson. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Dómstólar og lögregla þurfa að sýna hvernig tekið er á ...
Dómstólar og lögregla þurfa að sýna hvernig tekið er á kynferðisbrotamálum og að það sé gert af alvöru segir Helgi Gunnlaugsson. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Góðar líkur á bindandi niðurstöðu

11:46 Íbúakosning um nýjan miðbæ á Selfossi fer vel af stað í sveitarfélaginu Árborg samkvæmt formanni yfirkjörstjórnar, Ingimundi Sigurmundssyni. Kosið er um nýtt deiluskipulag en í því felst meðal annars bygging skyr- og mjólkursafns sem yrði alþjólegt heimili skyrsins á Selfossi. Meira »

Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur

11:40 Bifhjól og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Bústaðavegar og Sogavegar nú skömmu fyrir hádegi. Hefur ökumaður bifhjólsins verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka. Meira »

Hafa landað meira en þúsund tonnum

11:25 Makrílafli smábátaveiðimanna er nú kominn yfir þúsund tonn og hefur mestu verið landað í Keflavík, eða alls 765 tonnum miðað við löndunartölur í gær. Meira »

Guðni kominn í mark

10:49 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er kominn í mark í hálfu maraþoni á tímanum 01:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Sigruðu í hálfu maraþoni

10:44 Fyrstu hlauparar í hálfu maraþoni eru komnir í mark í Lækjargötunni. Sigurvegari í karlaflokki er Raymond McCormack Jr., frá Bandaríkjunum á tímanum 01:05:17, en sigurvegari í kvennaflokki er Jess Draskau Petersson frá Danmörku, á tímanum 01:15:58. Meira »

Má bjóða þér kanilsnúð að drekka?

09:57 Hver elskar ekki dúnmjúka kanilsnúða? Og hver elskar ekki góðan bjór? En hvað ef það væri hægt sameina þetta tvennt í eina vöru, kanilsnúðana og bjórinn? Búa til kanilsnúðabjór. Það er nefnilega nákvæmlega það sem brugghúsið RVK Brewing Co hefur verið að gera. Meira »

Sterkur heiðagæsastofn

08:18 Gæsaveiðitímabilið hefst á mánudag, 20. ágúst, og er leyfilegt að skjóta grágæs og heiðagæs. Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki, segir á vef Umhverfisstofnunar, eða um fimmfalt stærri að talið er en grágæsastofninn. Meira »

Gifsplötur efst á matseðli myglu

07:57 Hátt í 300 manns mættu á málstofu um myglu sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (RB) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt í gær. Yfirskrift fundarins var: Rakaskemmdir og mygla. Íslenski útveggurinn og reynsla Svía. Meira »

Hefðbundið leiðakerfi rofið í kvöld

07:54 Strætó mun í dag aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun, frá morgni og til klukkan 22.30. Þó má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons, að því er fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Meira »

Sundhöllin ekki friðuð

07:37 Minjastofnun Íslands telur sér ekki fært að eiga frumkvæði að því að leggja til við menntamálaráðherra að friðlýsa Sundhöllina í Keflavík. Óskað hafði verið eftir áliti húsafriðunarnefndar á friðlýsingu hússins ef varðveisla þess yrði ekki tryggð skv. deiliskipulagi. Meira »

Met slegið í söfnun áheita

07:34 Alls hafa 14.579 manns skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fram fer í dag í 35. sinn. Aldrei áður hafa jafnmargir skráð sig í 10 kílómetra hlaupið, auk þess sem það stefnir í metfjölda í svokölluðu þriggja kílómetra skemmtiskokki. Ljóst er enn fremur að metið í söfnun áheita, frá því í fyrra, hefur þegar verið slegið. Meira »

Í eigu erlendra félaga

05:30 Flugvélafloti WOW air samanstendur af 20 flugvélum sem flestar eru í eigu félaga sem sérhæfa sig í flugvélafjármögnun og útleigu. Meira »

Skuldir í borginni aukast

05:30 Kostnaður við þrjár skólabyggingar í Reykjavík er nú áætlaður alls um milljarði meiri en áður var talið. Meirihlutinn í borginni hefur samþykkt endurskoðaða fjárfestingaráætlun A-hluta borgarsjóðs árið 2018. Dagur B. Meira »

Kosið um skipulag á Selfossi í dag

05:30 Íbúakosningar verða á Selfossi í dag. Greidd verða atkvæði um breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjarins.   Meira »

Aldrei of seint að byrja að vera með

05:30 Pálína Bjarnadóttir, elsti þátttakandinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í dag, skráði sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk með fjölskyldu og vinum. Meira »

Öflug jarðvegssög flýtir fyrir lögnum

05:30 „Þetta er sög sem sagar ofan í jarðveg fyrir jarðstrengjum, rörum og lögnum,“ segir Hörður Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Línuborun hf., en fyrirtækið var að festa kaup á 38 tonna jarðvegssög fyrir 120 milljónir króna. Meira »

Laugar ætla að stækka við Lágafell

05:30 Laugar ehf. hafa samið við Mosfellsbæ um að fá að reisa 900 fermetra viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina Lágafell. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir samninginn fela í sér góða viðbót við Íþróttamiðstöðina Lágafell, þar sem Laugar leigi nú aðstöðu fyrir líkamsræktarstöð sína. Meira »

20 milljónir vegna umframafla

05:30 Álagning vegna umframafla strandveiðibáta í maí til júlíloka losar 20 milljónir króna sem renna í ríkissjóð.   Meira »

Vannærðir kettlingar í pappakassa

Í gær, 23:25 Í dag kom dýravinur með læðu og fimm kettlinga hennar í Kattholt, en kettlingarnir höfðu fundist í pappakassa við ruslatunnur í Reykjanesbæ og læðan þar í grenndinni. Frá þessu er greint á vef Kattholts og brýnt fyrir kattaeigendum að sýna ábyrgð. Meira »
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
antik eikar hornskápur
er með fallegan hornskáp með strengdu gleri á25,000 kr sími 869-2798...