Viljum ekki nýja Sturlungaöld

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur.
Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Ef samfélagið leggur blessun sína yfir það að fólk taki lögin í eigin hendur með ofbeldi gegn kynferðisbrotamönnum er verið að greiða götu hálfgerðs skrílræðis sem ekki verður samfélaginu til framdráttar, að mati afbrotafræðings. Um helgina komu upp bæði líkamsárás og skotárás tengd kynferðisbrotum.

Fjórir karlmenn voru handteknir um helgina eftir að skotið var á hús á Eyrarbakka á laugardag og var einn þeirra dæmdur í gæsluvarðhald í gær. Málið er sagt tengjast kynferðisbrotum sem sagt var frá á Facebook.

Á Akureyri liggur karlmaður á áttræðisaldri á sjúkrahúsi eftir að tveir piltar réðust inn á heimili hans á Skagaströnd um helgina og börðu hann. Málið mun tengjast kynferðisbrotum sem maðurinn er sakaður um að hafa framið gegn barnabörnum sínum og er kæra á hendur honum til skoðunar hjá ríkissaksóknara.

Hefndaraðgerðir vegna kynferðisofbeldis

Lögreglan á Akureyri hefur einnig til rannsóknar kæru sem kona lagði fram í janúar, í kjölfar umfjöllunar Kastljóss, gegn karlmanni um sjötugt vegna kynferðisbrota hans fyrir 40 árum. Fyrir tæpu ári réðst sonur konunnar inn á heimili mannsins á Þórshöfn og barði hann  og skar. Sagði lögregla þá árásina vera uppgjör á áratuga gömlu máli sem ekki kom til kasta lögreglu á sínum tíma.

Fleiri slík nýleg dæmi eru um að fólk reyni að koma fram hefndum vegna kynferðisbrota. Nóttina eftir umfjöllun Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson safnaðist lítill hópur pilta saman við heimili hans í austurborg Reykjavíkur svo nágrönnum hans stóð ekki á sama og létu lögreglu vita, en samkoman leystist upp og hefur Karl Vignir verið í gæsluvarðhaldi síðan. Á Facebook fór af stað mikil umræða og dreifing á myndum og ásökunum á hendur nafngreindum mönnum, m.a. í hópnum „Við viljum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingum“ sem nú virðist hafa verið lokað.

Brot gegn börnum kveikja elda

Helgi Gunnlaugsson, félagsfræðingur og sérfræðingur í afbrotafræðum, varaði við múgæsingu fljótlega í kjölfar umfjöllunar Kastljóssins í janúar og þeirrar miklu umræðu sem varð í framhaldinu. Hann segir það hættulegt ef fólk grípur lögin í eigin hendur. „Með því erum við raunverulega að grafa undan samfélaginu. Þá er þetta orðið stríð allra gegn öllum og það mun ekki færa okkur neitt, það færir okkur aftur á bak.“ 

Kynferðisbrot gegn börnum snerta við öllum og Helgi segir þau kveikja elda sem skiljanlegt sé. „Við sem samfélag erum að horfast í augu við þungbærar afleiðingar þessara brota til lengri tíma. Ég held að samfélagið hafi ekki skilið eða orðið þess áskynja hversu alvarleg þessi brot eru, en þeir þolendur sem stigið hafa fram hafa sýnt okkur inn í heim sálarkvalar og með umræðunni hefur runnið upp fyrir okkur ljós.“

Samfélagið lokaði augunum

Helgi segir að sú tilfinning virðist ríkjandi hjá mörgum að réttarkerfið sé máttlaust gagnvart kynferðisbrotum. Þannig réttlæti fólk fyrir sér að taka lögin í eigin hendur og grípa til hefndaraðgerða. „En það er ekki bara réttarkerfið sem brást í þessum málaflokki heldur samfélagið allt. Máttleysi réttarkerfisins er skilgetið afkvæmi sinnuleysisins í samfélaginu gagnvart þessum brotum.“

Þannig bendir Helgi á að skilningur samfélagins á kynferðisbrotum gegn börnum hafi aukist mikið á stuttum tíma, ekki ósvipað því sem varð í meðferð nauðgunarmála almennt nokkru fyrr. Áður hafi verið þess dæmi að konur mættu fordómum og tregðu af hálfu yfirvalda ef þær lögðu fram kæru um kynferðisbrot en það hafi breyst. Hvað varðar barnaníð þurfi ekki að fara nema örfá ár aftur í tímann til að sjá samfélag sem var fáskiptið gagnvart þessum glæpum og má sem dæmi nefna að fyrir 7 árum var umfjöllun um brot Karls Vignis og hann nafngreindur sem barnaníðingur, m.a. bæði í DV og Morgunblaðinu, án þess að það hefði nokkur eftirmál.

„Ef við förum ennþá lengra aftur sjáum við samfélag sem var alls ekki tilbúið að takast á við þetta. Í ævisögu Sævars Cicielski sem kom út á 8. áratugnum voru til dæmis lýsingar á svona meðferð á börnum en samfélagið lokaði augunum fyrir því. Það er eins og alvarleiki þessara brota hafi ekki verið skynjaður, almenningur bara trúði þessu ekki. Svo er eins og það losni um einhverja spennu og þá blossa öll þessi gömlu mál upp.“

Viðbrögðin þurfa að vera uppbyggileg

Þennan þroska sem samfélagið tekur út er mikilvægt að nýta á uppbyggilegan hátt, að mati Helga, með yfirvegaðri umræðu. Það bjóði hættunni heim að gera kynferðisbrotamenn að leyfilegum skotmörkum. „Með því erum við raunverulega að opna fyrir hálfgert skrílræði. Reiði og heift geta blossað upp með svo margíslegum hætti og búið til óargadýr í okkur sjálfum. Við viljum ekki búa í svoleiðis samfélagi. Við viljum ekki aðra Sturlungaöld.“

Helgi segist telja að ýmislegt megi gera til að auka traust almennings á réttarkerfinu í kynferðisbrotamálum. Til dæmis sé mikilvægt að koma á laggirnar einhvers konar öryggisneti eftir að afplánun kynferðisbrotamanna lýkur, þannig að hægt sé að fylgjast með þeim og draga úr áhættunni á frekari brotum. „Ef þeir eru eftirlitslausir úti í samfélaginu þá skapast ótti. Menn verða að finna að það sé eftirfylgni.“

Ekki síður þurfi að sýna að kynferðisbrotamál séu tekin alvarlega og af festu. „Það þarf að fara fram yfirveguð umræða um hvernig tekið er á þessum málum og hvað má betrumbæta. Það þarf að koma til móts við þær raddir sem hafa skotið rótum í þjóðarsálinni að réttarkerfið sé ekki vanda sínum vaxið. Við þurfum að fá að sjá með trúverðugum hætti að verið sé að vinna í þessum málum af fullri alvöru og á sama tíma megum við ekki láta tilfinningarnar taka völdin. Það er mjög mikið í húfi fyrir okkur.“

Dómstólar og lögregla þurfa að sýna hvernig tekið er á ...
Dómstólar og lögregla þurfa að sýna hvernig tekið er á kynferðisbrotamálum og að það sé gert af alvöru segir Helgi Gunnlaugsson. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Dómstólar og lögregla þurfa að sýna hvernig tekið er á ...
Dómstólar og lögregla þurfa að sýna hvernig tekið er á kynferðisbrotamálum og að það sé gert af alvöru segir Helgi Gunnlaugsson. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir áhugaleysi á Afrin algjört

13:52 „Það versta er að vita ekki hvort ég á frekar að óska þess að sonur minn hafi komist af eða farist,“ segir Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar, sem sagður er hafa fallið í átökum við tyrkneska herinn í Afrin-héraði. Hún vandar íslenskum stjórnmálamönnum ekki kveðjurnar. Meira »

Ekki fylgst sérstaklega með örplastinu

13:46 Magn plastagna í andrúmslofti er ekki vaktað sérstaklega, né heldur er sérstakt eftirlit haft með plastögnum úr umbúðum. Þetta kom fram í svörum umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Meira »

Færri og betri uppboð á myndlist

13:18 „Við erum ánægð með þetta uppboð en á því er fjöldi góðra verka eftir þekkta listamenn,“ segir Jó­hann Ágúst Han­sen, fram­kvæmda­stjóri og upp­boðsstjóri hjá Galle­rí Fold, um fyrsta uppboð ársins hjá galleríinu í kvöld kl. 18. Meira »

Helmingur næringarfullyrðinga fyllti ekki kröfur

12:49 Helmingur næringar- og heilsufullyrðinga á matvörum og fæðubótarefnum uppfyllti ekki kröfur. Þetta kemur fram í rannsókn Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á þessum vörum frá maí 2016 til febrúar 2017. Meira »

Hamfaragos í Eldgjá ýtti undir kristnitöku

11:58 Gos í Eldgjá skömmu eftir landnám ýtti undir trúskiptin hér á landi. Þetta er niðurstaða teymis vísindamanna í rannsókn sem leidd var af Cambridge-háskóla. Meira »

Svindlsíminn hringdi í lögguna

11:53 Íslenskum símafyrirtækjum bárust um helgina tilkynningar um hrinu svindlssímtala. Síminn lokaði á yfir 100 erlend númer nú um helgina og jafnvel lögreglan fékk símtal úr einu svindnúmeranna. Meira »

Aðalmeðferð fer fram í september

11:13 Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrverandi forstjóra Kaupþings og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjóra bankans fer fram dagana 19. og 20. september næstkomandi. Þetta var ákveðið við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meira »

Hafa áhyggjur af gæðum offituaðgerða

11:52 Landlæknir telur ástæðu til að hafa áhyggjur af gæðum og öryggi skurðaðgerða við offitu og eftirmeðferðar slíkra aðgerða. Enn fremur telur landlæknir ástæða til að hafa áhyggjur af sjúklingum sem velja að fara í slíkar aðgerðir án nægilegs undirbúnings og eftirlits. Meira »

Stærstu þotunni snúið til Keflavíkur

10:46 Airbus A380 farþegaþota flugfélagsins Etihad Airways lenti á Keflavíkurflugvelli nú morgun með veikan farþega. Vélin var á leið frá Abu Dhabi til New York þegar farþeginn veiktist og var þá ákveðið að lenda hér. Airbus A380 er stærsta farþegaþota heims og getur tekið allt að 853 farþega. Meira »

Hlýrra í Reykjavík en víða í Evrópu

10:18 Það er einstaklega ánægjulegt, verandi á Íslandi, að skoða hitastigið í nokkrum borgum Evrópu og víðar nú í morgun. Hitinn í Reykjavík klukkan 10 var 5°C og því hlýrra í höfuðborginni okkar en í Ósló, London, New York, París, Amsterdam, Berlín og Boston svo dæmi séu tekin. Meira »

Samræmdu prófin á skjön?

10:01 Það er ekkert launungarmál að samræmd könnunarpróf í grunnskólum landsins hafa verið gagnrýnd, ekki bara núna í ár þegar tæknilegir annmarkar settu prófin úr skorðum, heldur einnig síðustu árin. Meira »

Náði kjörþyngdinni á 8 mánuðum

10:00 Margrét Guðmundsdóttir kom í morgunþáttinn Ísland vaknar í morgun en hún sendi nýlega frá sér bókina Konan sem át fíl og grenntist (samt). Meira »

Rómantískt hælsæri

09:31 Það er misjafnt hvað fólk gerir um helgar. Flestir slaka á en ekki Rikka. Hún ákvað að fara í rómantíska helgarferð til Lillehammer og ganga 54 kílómetra á gönguskíðum Meira »

Nýir talsmenn barna á Alþingi

08:53 Þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum gerast talsmenn barna á Alþingi í dag. Þeir undirrita yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitist við að tileinka sér barnvæn sjónarmið og hafa hagsmuni barna að leiðarljósi. Meira »

Ekki gras á öllum þökum á Hlíðarenda

08:18 Fallið verður frá þeim skilmálum að atvinnuhúsnæði á lóðum á Hlíðarendasvæðinu verði að vera með grasflatir á þökum. Það verður valkvætt. Meira »

Sást 6.910 km frá merkingarstaðnum

08:57 Víðförulasti merkti fuglinn sem sást hér á landi í fyrra var litmerkt sanderla. Hún sást á Melrakkasléttu 6.910 kílómetra frá staðnum þar sem hún var merkt, sem var í Gana á vesturströnd Afríku. Meira »

Styrkt fyrir 340 milljónir króna

08:37 Um 341 milljón króna hefur verið úthlutað úr Húsafriðunarsjóði fyrir árið 2018, en alls voru veittir 215 styrkir. 252 aðilar sóttu um styrki. Meira »

Áfram hlýtt í veðri

06:49 Fremur hæg sunnanátt í dag og víða léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Skýjað í öðrum landshlutum en þurrt að mestu.  Meira »
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Símstöð MACROTEL.
Símstöð selst ódýrt, aðeins 4000kr. uppl.sími: 8691204 ...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
L edda 6018031319 iii
Félagsstarf
? EDDA 6018031319 III Mynd af auglýs...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...