Viljum ekki nýja Sturlungaöld

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur.
Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Ef samfélagið leggur blessun sína yfir það að fólk taki lögin í eigin hendur með ofbeldi gegn kynferðisbrotamönnum er verið að greiða götu hálfgerðs skrílræðis sem ekki verður samfélaginu til framdráttar, að mati afbrotafræðings. Um helgina komu upp bæði líkamsárás og skotárás tengd kynferðisbrotum.

Fjórir karlmenn voru handteknir um helgina eftir að skotið var á hús á Eyrarbakka á laugardag og var einn þeirra dæmdur í gæsluvarðhald í gær. Málið er sagt tengjast kynferðisbrotum sem sagt var frá á Facebook.

Á Akureyri liggur karlmaður á áttræðisaldri á sjúkrahúsi eftir að tveir piltar réðust inn á heimili hans á Skagaströnd um helgina og börðu hann. Málið mun tengjast kynferðisbrotum sem maðurinn er sakaður um að hafa framið gegn barnabörnum sínum og er kæra á hendur honum til skoðunar hjá ríkissaksóknara.

Hefndaraðgerðir vegna kynferðisofbeldis

Lögreglan á Akureyri hefur einnig til rannsóknar kæru sem kona lagði fram í janúar, í kjölfar umfjöllunar Kastljóss, gegn karlmanni um sjötugt vegna kynferðisbrota hans fyrir 40 árum. Fyrir tæpu ári réðst sonur konunnar inn á heimili mannsins á Þórshöfn og barði hann  og skar. Sagði lögregla þá árásina vera uppgjör á áratuga gömlu máli sem ekki kom til kasta lögreglu á sínum tíma.

Fleiri slík nýleg dæmi eru um að fólk reyni að koma fram hefndum vegna kynferðisbrota. Nóttina eftir umfjöllun Kastljóss um Karl Vigni Þorsteinsson safnaðist lítill hópur pilta saman við heimili hans í austurborg Reykjavíkur svo nágrönnum hans stóð ekki á sama og létu lögreglu vita, en samkoman leystist upp og hefur Karl Vignir verið í gæsluvarðhaldi síðan. Á Facebook fór af stað mikil umræða og dreifing á myndum og ásökunum á hendur nafngreindum mönnum, m.a. í hópnum „Við viljum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingum“ sem nú virðist hafa verið lokað.

Brot gegn börnum kveikja elda

Helgi Gunnlaugsson, félagsfræðingur og sérfræðingur í afbrotafræðum, varaði við múgæsingu fljótlega í kjölfar umfjöllunar Kastljóssins í janúar og þeirrar miklu umræðu sem varð í framhaldinu. Hann segir það hættulegt ef fólk grípur lögin í eigin hendur. „Með því erum við raunverulega að grafa undan samfélaginu. Þá er þetta orðið stríð allra gegn öllum og það mun ekki færa okkur neitt, það færir okkur aftur á bak.“ 

Kynferðisbrot gegn börnum snerta við öllum og Helgi segir þau kveikja elda sem skiljanlegt sé. „Við sem samfélag erum að horfast í augu við þungbærar afleiðingar þessara brota til lengri tíma. Ég held að samfélagið hafi ekki skilið eða orðið þess áskynja hversu alvarleg þessi brot eru, en þeir þolendur sem stigið hafa fram hafa sýnt okkur inn í heim sálarkvalar og með umræðunni hefur runnið upp fyrir okkur ljós.“

Samfélagið lokaði augunum

Helgi segir að sú tilfinning virðist ríkjandi hjá mörgum að réttarkerfið sé máttlaust gagnvart kynferðisbrotum. Þannig réttlæti fólk fyrir sér að taka lögin í eigin hendur og grípa til hefndaraðgerða. „En það er ekki bara réttarkerfið sem brást í þessum málaflokki heldur samfélagið allt. Máttleysi réttarkerfisins er skilgetið afkvæmi sinnuleysisins í samfélaginu gagnvart þessum brotum.“

Þannig bendir Helgi á að skilningur samfélagins á kynferðisbrotum gegn börnum hafi aukist mikið á stuttum tíma, ekki ósvipað því sem varð í meðferð nauðgunarmála almennt nokkru fyrr. Áður hafi verið þess dæmi að konur mættu fordómum og tregðu af hálfu yfirvalda ef þær lögðu fram kæru um kynferðisbrot en það hafi breyst. Hvað varðar barnaníð þurfi ekki að fara nema örfá ár aftur í tímann til að sjá samfélag sem var fáskiptið gagnvart þessum glæpum og má sem dæmi nefna að fyrir 7 árum var umfjöllun um brot Karls Vignis og hann nafngreindur sem barnaníðingur, m.a. bæði í DV og Morgunblaðinu, án þess að það hefði nokkur eftirmál.

„Ef við förum ennþá lengra aftur sjáum við samfélag sem var alls ekki tilbúið að takast á við þetta. Í ævisögu Sævars Cicielski sem kom út á 8. áratugnum voru til dæmis lýsingar á svona meðferð á börnum en samfélagið lokaði augunum fyrir því. Það er eins og alvarleiki þessara brota hafi ekki verið skynjaður, almenningur bara trúði þessu ekki. Svo er eins og það losni um einhverja spennu og þá blossa öll þessi gömlu mál upp.“

Viðbrögðin þurfa að vera uppbyggileg

Þennan þroska sem samfélagið tekur út er mikilvægt að nýta á uppbyggilegan hátt, að mati Helga, með yfirvegaðri umræðu. Það bjóði hættunni heim að gera kynferðisbrotamenn að leyfilegum skotmörkum. „Með því erum við raunverulega að opna fyrir hálfgert skrílræði. Reiði og heift geta blossað upp með svo margíslegum hætti og búið til óargadýr í okkur sjálfum. Við viljum ekki búa í svoleiðis samfélagi. Við viljum ekki aðra Sturlungaöld.“

Helgi segist telja að ýmislegt megi gera til að auka traust almennings á réttarkerfinu í kynferðisbrotamálum. Til dæmis sé mikilvægt að koma á laggirnar einhvers konar öryggisneti eftir að afplánun kynferðisbrotamanna lýkur, þannig að hægt sé að fylgjast með þeim og draga úr áhættunni á frekari brotum. „Ef þeir eru eftirlitslausir úti í samfélaginu þá skapast ótti. Menn verða að finna að það sé eftirfylgni.“

Ekki síður þurfi að sýna að kynferðisbrotamál séu tekin alvarlega og af festu. „Það þarf að fara fram yfirveguð umræða um hvernig tekið er á þessum málum og hvað má betrumbæta. Það þarf að koma til móts við þær raddir sem hafa skotið rótum í þjóðarsálinni að réttarkerfið sé ekki vanda sínum vaxið. Við þurfum að fá að sjá með trúverðugum hætti að verið sé að vinna í þessum málum af fullri alvöru og á sama tíma megum við ekki láta tilfinningarnar taka völdin. Það er mjög mikið í húfi fyrir okkur.“

Dómstólar og lögregla þurfa að sýna hvernig tekið er á ...
Dómstólar og lögregla þurfa að sýna hvernig tekið er á kynferðisbrotamálum og að það sé gert af alvöru segir Helgi Gunnlaugsson. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Dómstólar og lögregla þurfa að sýna hvernig tekið er á ...
Dómstólar og lögregla þurfa að sýna hvernig tekið er á kynferðisbrotamálum og að það sé gert af alvöru segir Helgi Gunnlaugsson. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Horft verður til hækkana

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir áform ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts verða endurmetin ef samið verði um óábyrgar launahækkanir í komandi kjarasamningum. Meira »

Störfum gæti fækkað um 1.400

05:30 Störfum gæti fækkað um 1.400 á næstu sex mánuðum samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönnunar á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Meira »

Útsvar víða óbreytt á næsta ári

05:30 Reykjavíkurborg og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin á landinu sem ekki ætla að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að milda þau áhrif sem hækkun á fasteignamati um áramótin mun hafa. Meira »

Starfshópur um flugeldamengun

05:30 „Við höfum engin önnur úrræði en að halda okkur innandyra og loka gluggum,“ segir Kjartan Mogensen, formaður Samtaka lungnasjúklinga, um mengun frá flugeldum um hver áramót. Meira »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

Í gær, 21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

Í gær, 21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

Í gær, 20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

Í gær, 20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

Í gær, 20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »

Nokkur ár á teikniborðinu

Í gær, 20:03 „Ég reyni að hafa þetta einfalt, enda er það best og árangursríkast,“ segir Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti golfkennari landsins sem gaf út bókina GæðaGolf á dögunum. Meira »

344 ný mál fyrstu 9 mánuðina

Í gær, 19:54 Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu 344 ný mál á borð Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Alls komu 235 málanna frá Reykjavík, 33 frá Kópavogi, 31 frá Hafnarfirði, 18 frá Garðabæ, 6 frá Mosfellsbæ og 2 frá Seltjarnarnesi. Meira »

Reykvísk börn læri meira í forritun

Í gær, 19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

Í gær, 18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

Í gær, 17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...