Vísar öllum tengslum á bug

Kristinn Hrafnsson, blaðamaður og talsmaður Wikileaks hér á landi.
Kristinn Hrafnsson, blaðamaður og talsmaður Wikileaks hér á landi. AFP

„Mér þætti fróðlegt að vita hvað hafi komið út úr þessari rannsókn og ef ekkert hefur komið út úr henni hvað hún segi til um upphaflegt tilefni þessa fjaðrafoks,“ sagði Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks hér á landi, varðandi rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI hér á landi árið 2011 vegna meintra tengsla WikiLeaks við tölvuárásir á stjórnarráðið.

„Svo mættu menn hafa það í huga hvaða tilgangi það ætti yfir höfuð að þjóna að gera tölvuárás á tölvukerfi stjórnarráðsins og hvaða alþjóðlegu hagsmunir þar væru í húfi - ég bara spyr,“ sagði Kristinn.

Vísar á bug tengslum við alþjóðlega tölvuhakkara

Hann vísar því alfarið á bug að einhver tengsl kunni að vera á milli samtakanna og alþjóðlegra samtaka tölvuhakkara og einni að Wikileaks hafi haft í hyggju að hakka sig inn í tölvukerfi stjórnarráðsins.

Í samantekt ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara um mál frá árinu 2011 þar sem bandaríska alríkislögreglan FBI sendi fulltrúa hingað til lands til að yfirheyra og rannsaka tengsl samtakanna við mál tengt stjórnarráðinu kom fram að ennþá væri til rannsóknar hérlendis þar sem grunur væri um alvarleg brot sem beindust gegn íslenska ríkinu og vísbendingar væru um að Íslendingur og erlendir aðilar með tengsl við WikiLeaks-samtökin ættu þar hlut að máli.

Kristinn segir WikiLeaks vera samtök sem birti upplýsingar sem þau fái í hendur gegnum nafnlausa aðila, en ekki með þeim hætti sem lýst sé í fréttinni.

Voru í tæpa viku án formlegra tengsla við yfirvöld

Kristinn segir það vekja mikla athygli að í tæpa viku eftir að formlegri rannsókn íslenskra lögreglumanna hafi lokið 2011 hafi FBI haldið áfram rannsóknarstörfum hér með vitneskju og samþykki hérlendra stjórnvalda.

„Mér finnst það grafalvarlegur hlutur. Innanríkisráðherra hefur látið hafa eftir sér í innlendum og erlendum fjölmiðlum að hann hafi litið svo á að það samrýmdist ekki hugmyndum um Ísland sem sjálfstætt ríki að þessir menn væru hér að valsa um í rannsóknarerindum,“ segir Kristinn.

„Þeir hinsvegar halda því áfram eftir að búið er að slíta samskipti og aðkomu innlendra löggæsluaðila í að minnsta kosti heila fimm daga á eftir en þó með fullri vitneskju og vitund þessara aðila. Mér finnst það grafalvarlegt mál og megin punkturinn í þessu sem þarna kemur fram,“ segir hann.

Segir tölvuöryggismál ríkisins í lamasessi

„Ég bara bendi á fáránleika málsins í heildarsamhengi því að sjálfur lýsti ég því yfir opinberlega í fyrra að íslenska ríkið, í umræðuþætti eða umræðuumfjöllun um tölvuöryggismál, að það væri almenn vitneskja innlendra aðila sem og erlendra sérfræðinga sem hafa bent á það hér á ráðstefnum að tölvuöryggismál íslenska ríkisins væru í lamasessi og þau bæri að bæta. Ég var að hvetja til þess að gerðar yrðu úrbætur á því sviði,“ sagði Kristinn og bætir við: „Menn geta svo rétt reynt að gera sér í hugarlund hvernig það rímar saman við þessa einkennilegu tengingu sem þarna er verið að ýja að í þessari yfirlýsingu.“

Spurður að því hvort hann viti til hvaða einstaklinga sé verið vísa í samantektinni segir hann: „Það er verið að vísa þarna til einhverra alþjóðlegra samtaka tölvuhakkara. Ég bara vísa því á bug að við séum tengdir við einhver alþjóðleg samtök tölvuhakkara.“

Stjórnarráð Íslands.
Stjórnarráð Íslands. mbl.is/Hjörtur
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks. AFP
mbl.is

Innlent »

Kanna hvort um fjárkúgun sé að ræða

12:02 Stjórn Orkuveitunnar hefur falið Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra OR, að fara yfir alla skýrsluna og gera tillögur um meðferð einstakra þátta sem fjallað er um í skýrslunni og leggja til viðeigandi málsmeðferð. Meira »

Setja 4,5 milljarða í kísilverksmiðju

11:58 Félagið Stakksberg áætlar að fjárfesta fyrir um 4,5 milljarða króna í úrbótum á kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Samkvæmt tilkynningu miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar. Meira »

Freista þess að flytja félagana heim

11:46 Fjallaleiðsögumaðurinn Leifur Örn Svavarsson er á leið til Nepal þar sem hann mun kanna möguleika á að flytja jarðneskar leifar þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar niður úr fjallinu Pumori og til höfuðborgarinnar Katmandú. Meira »

17 ára á 140 km hraða

11:40 Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á tæplega 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Viðgerðir ganga vel

11:01 Bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik hófust í fyrradag og ganga vel. Ljóst er að umfang skemmda á skipinu er gríðarlegt og að mikið verk verður að gera skipið hæft til siglinga. Meira »

Skýrslan kynnt í borgarráði á fimmtudag

09:50 Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur verður kynnt fyrir fulltrúum í borgarráði á fimmtudag. Meira »

Sýknudómar í stóra skattsvikamálinu

08:58 Landsréttur sýknaði fyrir helgi karl og konu í umfangsmiklu skattsvikamáli sem kom upp fyrir átta árum, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hafi verið fyrnd þegar að ákæra var gefin út. Héraðsdómur hafði áður sakfellt fólkið fyrir peningaþvætti af gáleysi. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

08:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Framkvæmdum er lokið í Kubba

08:18 Framkvæmdum lokið í fjallinu Kubba á Ísafirði. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins.   Meira »

Segja að ný ylströnd gæti lyktað illa

07:57 Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði í Sundahöfn. Breytingin mun nú fara í hefðbundið auglýsingarferli. Meira »

„Sjáum skýr sóknarfæri“

07:37 „Við erum að undirbúa okkur fyrir þessa lotu. Við höfum ekki hitt fulltrúa Samtaka atvinnulífsins enn sem komið er til að leggja fram kröfugerð en erum að máta okkur aðeins inn í hugmyndir um breytingar á skattkerfinu og fleiri slíkar áherslur.“ Meira »

Fannst heill á húfi

06:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk beiðni um klukkan 17:00 í gær um að hefja eftirgrennslan eftir manni sem ekki hafði skilað sér heim. Meira »

Hæglætisveður næstu daga

06:44 Spáð er hægri suðaustanátt í dag en strekkingi við ströndina sunnan- og vestanlands fram eftir degi.  Meira »

Með fíkniefni, í vímu og vopnaður

05:45 Lögreglan stöðvaði för ökumanns skömmu fyrir klukkan eitt í nótt í hverfi 111 þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbelti. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Hann er jafnframt grunaður um brot á vopnalögum.   Meira »

Aukinn áhugi á beinu Kínaflugi

05:30 Að mati Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarlax, er hugsanleg opnun Síberíuflugleiðar spennandi möguleiki sem myndi einfalda mjög fraktflutninga fyrirtækisins sem er langt komið með að fá leyfi til þess að flytja inn íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað. Meira »

Kreppir að í rekstrinum

05:30 „Þetta er komið á það stig að það verður að skerða þjónustuna og það verða gríðarleg vonbrigði ef það verður virkilega niðurstaðan,“ sagði Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, um rekstur hjúkrunarheimila. Meira »

Framlög til SÁÁ verði stóraukin

05:30 Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að auka fjárframlög um 140 milljónir króna til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum. Meira »

Almenningur hliðhollur hjálparstarfi

05:30 „Við erum ekki byrjuð að taka á móti umsóknum en fyrirspurnir eru þegar farnar að berast. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun desember og úthlutun fer fram 18. og 19. desember,“ segir Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi í innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Meira »

Opið sjókvíaeldi enn leyft í Noregi

05:30 Ný leyfi fyrir laxeldi í opnum sjókvíum eru gefin út og rekstur hafinn meðfram mestallri strönd Noregs nánast í viku hverri.  Meira »
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...