Buðu eins launaflokks hækkun

Hjúkrunarfræðingar höfnuðu tilboði Landspítalans á félagsfundi sl. mánudag.
Hjúkrunarfræðingar höfnuðu tilboði Landspítalans á félagsfundi sl. mánudag. mbl.is/Árni Sæberg

Landspítalinn hefur boðið að sú hækkun launa, sem boðin hefur verið, verði greidd með eins launaflokks hækkun til allra hjúkrunarfræðinga. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að stjórnvöld verði að stíga stærra skref í jafnlaunaátaki núna.

Elsa sagði að Landspítalinn hefði fengið þau skilaboð frá stjórnvöldum að þau væru tilbúin til að verja 370 milljónum í að hækka laun hjúkrunarfræðinga. Það þýddi 296 milljónir til hjúkrunarfræðinga þegar búið væri að draga frá launatengd gjöld.

Elsa sagði að í viðræðunum hefðu stjórnendur Landspítalans sagt við hjúkrunarfræðinga að hægt væri að greiða þessa hækkun með því að leggja áherslu á að bæta aðallega kjör þeirra sem hefðu mesta menntun, en spítalinn væri líka tilbúinn til að deila þessu út með því að hækka alla hjúkrunarfræðinga jafnt um einn launaflokk.

„Ef allir hækka um einn launaflokk þá myndu engar aðrar hækkanir fylgja með,“ sagði Elsa. Hún sagði að ef hin leiðin væri valin, að hækka þá sem hafa mesta sérmenntun, myndu sumar hjúkrunarfræðingar fá enga hækkun, en aðrir meira. Nefnt hefur verið að þeir sem mest fengju mættu ættu von á 12,5% hækkun. Elsa sagði að þá væru menn að tala um hjúkrunarfræðing með meistarapróf sem ynni 24 tíma aðra hverja helgi.

„Stjórnvöld tala um jafnlaunaátak, en hjúkrunarfræðingar leggja áherslu á að stigið verði stærra skref núna, sem þýðir að það þarf meira fjármagn að koma til núna strax. Síðan viljum við fá einhverja staðfestingu á því að næsta skref verði stigið í miðlægum kjarasamningum í byrjun næsta árs og þá hugsanlega að þriðja skrefið verði stigið í stofnmanasamningum þar á eftir.

Ég held að það gerir sér allir grein fyrir því að þessum 20-25% launamun verði ekki eytt í einu skrefi. Menn vilja stærra skref núna vegna þess að launaskriðið er meira hjá öðrum hópum hjá ríkinu. Ef skrefið sem tekið yrði núna er svona lítið þá verðum við í alveg sömu stöðu eftir eitt ár,“ sagði Elsa.

Hafa frest til 12. febrúar að svara

Elsa sagði að stjórnendur á Landspítalanum hefðu í gær og í dag verið að ræða við einstaklinga og hópa sem sagt hafa upp um hvort þeir væru tilbúnir til að draga uppsagnir til baka.

Hjúkrunarfræðinga hafa frest til 12. febrúar að taka ákvörðun um hvort þeir standa við uppsagnirnar. Spítalinn hefur ákveðið þessa dagsetningu vegna þess að stjórnendur hans þurfa að geta skipulagt starfsemina miðað við þann mannskap sem verður við störf 1. mars nk.

„Að sjálfsögðu verða stjórnendur spítalans að sýna ábyrgð og undirbúa það ef svona margir hjúkrunarfræðingar hætta. Ef það verður niðurstaðan að svona margir hjúkrunarfræðingar hætta þá erum við að stíga risaskref aftur á bak í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Það er eitthvað sem mun taka langan tíma að ná upp aftur.

Þetta er mjög alvarlegt og ég tel að stjórnvöld verði að svara fyrir þessa stöðu. Mér finnst furðulegt að velferðarráðherra ætli ekkert að tjá sig um málið fyrr en eftir 12. febrúar, eins og haft var eftir honum í gær,“ sagði Elsa.

mbl.is

Innlent »

Skúli í Subway sýknaður af kæru Sveins

15:14 Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við veitingastaðina Subway, var í gær sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands af kæru Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, en hann flutti málið fyrir hönd þrotabús EK1923 ehf., sem áður var heildverslunin Eggert Kristjánsson. Sveinn Andri er skiptastjóri búsins. Meira »

Mosfellsheiðinni lokað

15:04 Búið er að loka Mosfellsheiði en þar er ekkert ferðaveður. Búið er að kalla út björgunarsveitir til að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vandræðum vegna skafrennings og ófærðar. Meira »

Mikið vatn soðið og flöskum dreift

15:01 „Við þurftum að sjóða mjög mikið af vatni og kæla það til að hafa það tilbúið fyrir sjúklingana,“ segir Bylgja Kærnested deildarstjóri Hjartadeildar Landspítalans um ástandið sem myndaðist eftir að starfsfólk spítalans var beðið um að sjóða allt neysluvatn á spítalanum. Meira »

„Tónninn jákvæðari“ í kjaradeilu kennara

14:55 „Þetta var góður fundur. Mér fannst okkur miða áfram og tónninn var jákvæðari en verið hefur,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, eftir fund í kjaradeilu kennara með ríkissáttasemjara í morgun. Meira »

Óvissustig vegna snjóflóða í gildi

14:39 Óvissustig vegna snjóflóða er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er ennþá lokaður vegna snjóflóðahættu og ekki útlit fyrir að hægt verði að opna hann í bráð. Meira »

Sáum strax að flugstöðin er sprungin

14:33 Þegar 430 farþegar voru komnir í flugstöð Akureyrar á föstudaginn eftir jómfrúarflug Enter Air til Akureyrar til viðbótar við innanlandsflugfarþega kom strax í ljós að aðstaðan á vellinum var ekki nægjanleg fyrir allan þennan fjölda. Meira »

Neysluvatn á höfuðborgarsvæði öruggt

13:34 Niðurstaða fundar sem var haldinn í stjórnskipaðri samstarfsnefnd um sóttvarnir í morgun var sú að mengun sem mældist í neysluvatni víða í Reykjavík og á Seltjarnarnesi sé einangrað fyrirbæri í kjölfar mikilla vatnavaxta. Meira »

„Þetta er óskaplega viðkvæmt“

13:45 „Það eru ýmis atriði sem ekki hefur verið hægt að leysa á undanförnum árum og áratugum þannig að ég tel að það sé alveg rétt hjá forsætisráðherra að það þurfi að leggja nýjan grunn að þessu,“ segir forseti ASÍ um stöðu mála varðandi samtöl stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Meira »

Huga mætti að sektarheimildum

13:20 Huga mætti að sektarheimildum vegna endurtekinna brota stjórnmálaflokka varðandi fjöldaskilaboð fyrir kosningar.  Meira »

Landspítalinn hættir að sjóða vatn

12:33 Landspítalinn getur hætt að sjóða neysluvatn fyrir sjúklinga sína og starfsfólk. Þetta kom fram á fundi stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir sem var haldinn í morgun. „Niðurstaðan er sú að vatnið er vel drykkjarhæft,“ segir Ólafur Guðlaugsson, yfirmaður sýkingavarnardeildar Landspítalans. Meira »

Gætu þurft að loka flugvöllum

12:23 Á næstu þremur árum þarf að taka ákvörðun um hvað menn vilja gera með innanlandsflugkerfið og setja þarf frekari fjármuni í uppbyggingu flugvalla á landsbyggðinni eigi ekki að þurfa að loka völlum og leggja innanlandsflugið niður að einhverju leyti. Meira »

Ölgerðin stöðvar framleiðslu

12:11 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur stöðvað framleiðslu á drykkjarvörum sínum og mun ekki dreifa vörum sem hafa verið framleiddar síðustu daga. Meira »

Sóttu erfðamengi löngu látins manns

12:05 Í grein sem birtist í gær í vísindatímaritinu Nature Genetics, er greint frá því hvernig vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru að því að raða saman erfðamengi Hans Jónatans, úr litningabútum 182 afkomenda hans. Meira »

„Leiðinlegt að koma að þessu“

11:28 12.000 nýlega klaktir kjúklingar drápust í eldsvoða á kjúklingabúinu Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd í gær. Björn Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri, segir kjúklingana flesta hafa verið dauða vegna elds eða reyks þegar hann kom að húsinu. Meira »

Óska eftir vitnum á nýársnótt

11:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að atviki sem átti sér stað á nýársnótt, rétt eftir miðnætti, en svo virðist sem að einstaklingur hafi vísvitandi skotið flugeldum inn í hóp manna sem voru staddir við Hallgrímskirkju. Meira »

Stefnt að birtingu í mánuðinum

11:38 Stefnt er að því að ljúka vinnu við skýrslu Seðlabanka Íslands um veitingu þrautavaraláns til Kaupþings haustið 2008 í þessum mánuði ef hægt verður. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, í svari við fyrirspurn frá mbl.is. Meira »

Taka vatnssýni á Seltjarnarnesi

11:23 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðisins tekur vatnssýni á Seltjarnarnesi og í vatnsbóli í Mosfellsbæ í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi, eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Meira »

Framleiðsla hjá Coca Cola stöðvuð

11:09 Coca Cola á Íslandi stöðvaði framleiðslu sína í gærkvöldi eftir að fregnir bárust af jarðvegsgerlum í neysluvatni í Reykjavík. Fyrirtækið hefur nú fengið staðfest frá Veitum að verksmiðja þess á Stuðlahálsi er fyrir utan sýkta svæðið og því mun framleiðsla hefjast á nýjan leik í dag eða á morgun. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Honda Cr-v 2005
Bensín, topplúga, ekinn 226 þkm, bsk, 4x4 Einn eigandi S:845-7897 ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...