DFFU er ekki til rannsóknar

Baldvin NC 100 er gerður út af DFFU, dótturfélagi Samherja …
Baldvin NC 100 er gerður út af DFFU, dótturfélagi Samherja í Þýskalandi. mbl.is/Skapti

Seðlabanki Íslands (SÍ) hefur staðfest með bréfi dags. 30. janúar sl. til lögmanns Deutsche Fischfang Union (DFFU), dótturfélags Samherja hf., að félagið tengist ekki á nokkurn hátt málum sem bankinn er með til rannsóknar.

Lögmaðurinn óskaði eftir upplýsingum um málið með bréfi til SÍ í september á síðasta ári, en félaginu hafði ekki verið tilkynnt að það sætti rannsókn þrátt fyrir að gögn í þess eigu hefðu verið haldlögð í húsleit SÍ hjá Samherja og tengdum félögum, í tengslum við meint brot á gjaldeyrislögum, í lok mars á síðasta ári.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins áréttar Seðlabanki Íslands í bréfi sínu til DFFU að samkvæmt stjórnsýslulögum beri að láta fyrirtæki vita séu þau til rannsóknar og það hafi Seðlabankinn ekki gert í tilviki DFFU þar sem félagið sætti ekki rannsókn af hálfu bankans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert