Sigurður Ingi hlaut 94,7% atkvæða

Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður, er nýr varaformaður Framsóknarflokksins. Kosið var um embættið í dag á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem fram fer í Gullhömrum í Grafarholti. Hlaut Sigurður Ingi yfirburða kosningu eða 360 atkvæði af 381 sem greidd voru eða 94,7% atkvæða. 1 atkvæði var autt.

Sigurður Ingi tekur við af Birki Jóni Jónssyni, sem gegnt hefur embættinu síðustu fjögur ár. Hann mun láta af þingmennsku í vor.

Sigurður Ingi er fimmtugur, dýralæknir að mennt og tók fyrst sæti á Alþingi vorið 2009. Áður hafði hann gegnt starfi oddvita Hrunamannahrepps um árabil. Sigurður Ingi er kvæntur Elsu Ingjaldsdóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og samtals eiga þau fimm börn.

Enginn annar bauð sig formlega fram til embættisins á flokksþinginu.

Kosning um embætti ritara Framsóknarflokksins er nú hafin á flokksþinginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert