Þráinn hótar að hætta að styðja stjórnina

Þráinn Bertelsson þingmaður, rithöfundur og leikstjóri.
Þráinn Bertelsson þingmaður, rithöfundur og leikstjóri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Mér þykir það nú bara merkilegt að það skuli yfirleitt mælast fylgi hjá flokknum eftir öll þessi rassaköst á stjórnartímabilinu,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, um dræmt gengi flokksins í könnunum. Hann segist munu hætta að styðja ríkisstjórnina ef stjórnlagafrumvarpið nær ekki í gegn.

Þráinn telur ríkisstjórnina hafa brugðist á síðari hluta kjörtímabilsins en í Morgunblaðinu á morgun, þriðjudag, fullyrðir Þór Saari, fyrrverandi flokksbróður Þráins í Hreyfingunni, að ríkisstjórn VG og Samfylkingar sé ein versta ríkisstjórn lýðveldistímans.

Þráinn er ósáttur við þann farveg sem stjórnarskrármálið er komið í.

„Ég hef áhyggjur af gangi þessa máls. Það hefur tekið mjög langan tíma að vinna í þessu. Nú er komið alveg prýðilegt frumvarp. Annaðhvort fer það í gegn og verður lagt fyrir þjóðina eins og þjóðin fór fram á og á heimtingu á, eða þá að ég sé ekki mikinn tilgang í að þessi stjórn sitji öllu lengur. Ef hún hefur ekki bolmagn til að koma þessu í gegn að þá er nú ekki mikilla afreka að vænta og tímabært að fara að huga að næstu ríkisstjórn með kosningum.“

Sæi ekki ástæðu til að styðja stjórnina

- Viltu þá að efnt verði til kosninga fyrr en stefnt er að 27. apríl?

„Menn finna út úr því hvað ráðlegt er og nauðsynlegt í því efni. Það sem ég er að segja er að ég sé þá enga ástæðu til að styðja lengur þessa ríkisstjórn sem ég hef vissulega reynt að styðja af ráðum og dáð af því að ég hélt að hún væri að gera gagn. Þá finnst mér gagnsemi hennar vera lokið.

Ég hef það sem af er þessu kjörtímabili verið sannfærður um að þessi ríkisstjórn, þó að hún hafi ekki eingöngu verið að gera hluti sem eru mér að skapi, hafi verið langbesti kosturinn í stöðunni og stutt hana þess vegna. Þess vegna hef ég kyngt ýmsu sem mér hefur ekki þótt sérstaklega lystugt og hef líka kyngt heilmiklu aðgerðaleysi á sviðum þar sem mér finnst að hún hefði átt að láta meira til sín taka. Þannig að ef það á að fara að semja um stjórnarskrármálið, stunda einhver hrossakaup, sjónhverfingar eða slíkt að þá er þessum skilyrðislausa stuðningi mínum allavega lokið.“

- Mundu þá gerast óháður þingmaður?

„Ég veit það ekki, hef ekki hugsað út í það. Ég myndi allavega verða óháðari með því að sjá fyrir endann á þessum skilyrðislausa stuðningi. Ég ætla ekki að fara að ganga úr þingflokknum með einhverjum látum. Það er ekki ég sem skipti máli.“

Engar lausnir í sjónmáli

- Þú nefnir aðgerðaleysi. Á hvaða sviðum hefur þér sárnað að það skyldi ekki hafa verið meira gert?

„Mér svíður það til að mynda afskaplega sárt að það skuli ekki hafa verið komið í gegn neinum af þessum stóru málum. Engu hefur verið breytt í sambandi við fiskveiðistjórnunarmálið, kvótamálið, sem í upphafi kjörtímabils átti að verða alveg lykilatriði. Mér finnst líka dálítið erfitt að horfa upp á það að það eru mér vitanlega engar lausnir á borðinu eða áætlanir um hvenær þessi gjaldeyrishöft verða lögð niður. Það er ekki heldur til marks um mikla snilld eða réttlætiskennd að hinir áhættusæknu sem tóku gengislán skuli hafa fengið leiðréttingu, en eftir sitja hinir varkárari með verðtryggingarsnöruna um hálsinn.

Mér finnst það líka heldur skítt og í raun óþolandi að þessi flokkur sem ég gekk til liðs við þegar Borgarahreyfingin var að liðast sundur, VG, skuli hafa, þvert ofan í þann stjórnarsáttmála sem ég hélt að þessi flokkur væri bundinn af, tekið það upp hjá sér að frysta viðræðurnar við Evrópusambandið. Ég hélt að það væru alveg hreinar línur með það að það stæði til að klára þennan samning og leggja hann fyrir þjóðina svo þjóðin þurfi ekki að rífast um það næstu áratugi hvaða samningur hefði getað náðst ef við hefðum ekki gefist upp á lokasprettinum,“ segir Þráinn og víkur að gjaldmiðlinum.

Íslenskt launafólk tekur skellinn

„Með þessum rammfalska einleik á krónuna hefur gengi krónunnar fallið svo að að laun hér á landi hafa lækkað um meira en 50%. Þannig er íslenskt launafólk vitanlega að taka á sig að borga það sem borgað verður af því stórkostlega efnahagsráni sem hér var framið, þann hluta þess sem við höfum ekki af fullkomnu samviskuleysi látið útlendinga súpa seyðið af. Ég er ekkert sérstaklega glaður með gang mála.

Þótt það séu miklar sveiflur í skoðanakönnunum upp og niður er það náttúrulega svo að þessi stjórn hefur gert góða hluti í að taka við þjóðfélagi sem var búið að leggja í efnahagslega rúst og koma því á lappirnar aftur. Það er umtalsvert afrek, en hins vegar seinnipart kjörtímabilsins hefur stjórnin ekki staðið undir væntingum og ekki lokið þeim verkefnum sem hún átti að ljúka. Léleg útkoma í skoðanakönnunum er til marks um útbreidd vonbrigði.“

Merkilegt að nokkuð fylgi mælist

- Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir ykkur í VG að flokkurinn hefur í nokkrum könnunum mælst með minna en 10% fylgi?

„Mér þykir það nú bara merkilegt að það skuli yfirleitt mælast fylgi hjá flokknum eftir öll þessi rassaköst á stjórnartímabilinu. Hátt í hálfur þingflokkurinn er farinn og hörðust andstaða við stjórnina í þessum flokki. Það er ekki sérlega trúverðugt.“

mbl.is

Innlent »

„Þetta er bara annað módel“

16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Landsréttur metur Arnfríði hæfa

15:38 Landsréttur úrskurðaði rétt í þessu að kröfu þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti dómara í máli umbjóðanda Vilhjálms H. Vilhjálmssonar er hafnað. Meira »

Háskólanemi leigir þjónustuíbúð

14:57 Sverrir Heiðar Davíðsson, 21 árs gamall háskólanemi í hugbúnaðarverkfræði, fékk leiguíbúð í Lönguhlíð þrjú, þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Velferðarráð Reykjavíkurborgar tekur þátt í tilraunaverkefni og býður háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða. Meira »

Sýkna það eina í stöðunni

14:46 Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist ekki sjá neitt annað í stöðunni en að Hæstiréttur sýkni fimmmenningana sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir 38 árum, fallist hann á skilyrði endurupptöku málanna. Meira »

Skoðar úrbætur sem varða kynferðislegt ofbeldi

14:38 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað stýrihóp um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Meira »

Ógjörningur að stöðva einn mann

13:45 „Það er nánast ógjörningur að stöðva einn mann sem ákveður að bregðast trausti og misnota upplýsingar,“ segir framkvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar. „Við erum mjög sorgmædd yfir að þetta hafi gerst og í okkar huga er þetta bara mannlegur harmleikur.“ Meira »

Mæling í þvagi verði ekki lengur notuð

14:14 Vinna við frumvarp til nýrra umferðarlaga stendur yfir í ráðuneyti samgöngumála en í því verður lögð til sú grundvallarbreyting frá gildandi lögum að mæling á mögulegri ávana- og fíkniefnaneyslu ökumanns, sem grundvöllur að ályktun um að hann teljist undir áhrifum slíkra efna og því óhæfur til að aka ökutæki, fari aðeins fram á blóði ökumanns. Meira »

Fylla upp í holur í Mosfellsbæ

13:34 Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar hófust í morgun handa við viðgerðir á holum sem hafa valdið mörgum bílstjórum vandræðum síðasta sólarhringinn í Mos­fells­bæ á Vest­ur­lands­vegi. Meira »

Hælisleitandinn 22 ára en ekki 18

12:51 Hælisleitandi sem var sendur af landi brott í fyrradag er 22 ára en ekki 18 ára eins og komið hefur fram áður. Þetta segir Útlendingastofnun í tilkynningu á vefsíðu sinni, en vísað er til þess að yfirvöld í heimalandi mannsins, Marokkó, hafi staðfest auðkenni hans og þar með aldur hans. Meira »

„Innihaldslaust blaður“

12:26 Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“ Meira »

Að hámarki greitt fyrir 15 þúsund km

12:10 Þingmenn munu að hámarki geta fengið endurgreiðslu fyrir 15.000 kílómetra akstri á eigin bíl á hverju ári samkvæmt breyttum reglum um þingfararkostnað sem forsætisnefnd Alþingis samþykkti í dag. Meira »

Enn er klakastífla í Hvítá

11:49 Lögreglumenn af Suðurlandi fóru í morgun og könnuðu og mynduðu klakastífluna í Hvítá við veiðihúsið við Oddgeirshóla.   Meira »

Tugir bíla skemmdust í sömu holu

11:13 Vel á þriðja, ef ekki fjórða, tug bíla hafa skemmst á síðasta sólarhringnum í djúpri holu í Mosfellsbæ á Vesturlandsvegi. Dekk og felgur byrjuðu að skemmast í gær en ekkert var að gert og í morgun var löng röð bíla sem höfðu lent sömu holu. Þegar mbl.is var á staðnum voru 8 bílar úti í kantinum. Meira »

Kosið um tillögu kjörnefndar

10:24 Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fundar í dag klukkan 17:15 í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins við Háaleitisbraut í Reykjavík, þar sem lögð verður fram tillaga kjörnefndar að framboðslista vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Meira »

Ekki annað hægt en að „segja bravó“

11:31 Fjármálaráðherra vísar því á bug að pukur og fúsk hafi verið uppi á borðum í tengslum við söluferlið á Arion banka. Hann segir að ef menn skoði stöðugleikasamningana þá sé ekki annað hægt að gera en að segja bravó. „Þetta gekk hundrað prósent upp.“ Meira »

Engin svör frá spænsku lögreglunni

11:00 Íslenska lögreglan hefur ekki fengið svör frá spænskum lögregluyfirvöldum um réttarbeiðni ís­lenskra stjórn­valda um að lögreglan hér á landi taki yfir rann­sókn á máli sem Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir teng­ist á Spáni. Meira »

Íbúar hvattir til að sjóða neysluvatn

10:13 Grunur er um að yfirborðsvatn hafi komist í vatnsból hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps - Helluveitu. Ekki er talið að mengunin valdi heilsutjóni hjá heilbrigðum einstaklingum, en til að tryggja heilnæmi vatnsins er mælt með að sjóða drykkjarvatn. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
"Lítil" og gömul ritvél með @ óskast
Áttu svoleiðis vél í dóti sem er í góðu lagi? Sendu mér þá tölvupóst á: hagbokh...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...