Blæðingar í Ljósavatnsskarði

Umferðarstofa

Vart hefur orðið tjörublæðinga í Ljósavatnsskarði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Líkt og fram hefur komið hafa blæðingar valdið töluverðum skemmdum á bifreiðum undanfarið. Einkum á Vestur- og Norðurlandi.

Blæðingar í klæðingu eins og landsmenn hafa fengið að kynnast að undanförnu er vandamál sem ekki er alltaf af sama toga. Vetrarblæðingar eins og nú komu upp eru ekki af sama toga og sumarblæðingar þar sem sól og hiti hefur mest að segja. Einnig er hætta á blæðingum ef rignir mikið í kjölfar þess að klæðing er lögð.

Skýringar á blæðingum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert