Álit Feneyjanefndarinnar gert opinbert

Bráðabirgðaálit Feneyjanefndar Evrópuráðsins um frumvarp að nýrri stjórnarskrá hefur verið birt á heimasíðu Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins óskaði eftir áliti nefndarinnar í lok síðasta árs í kjölfar þess að sérfræðingar hvöttu til þess.

Eins og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag koma fram margvíslegar athugasemdir í álitinu við frumvarpið. Í áliti nefndarinnar er meðal annars bent á  að ýmis ákvæði frumvarpsins séu flókin, meðal annars stofnanauppbygging og aðkoma almennings að ákvörðunum. Verði tillögurnar samþykktar sé hætta á pólitísku þrátefli og óstöðugleika að mati nefndarinnar sem geti valdið alvarlegum vandræðum við stjórn landsins.

Álit Feneyjanefndarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert