Milljarður rís upp gegn ofbeldi

Milljarður rís upp
Milljarður rís upp AFP

Stefnt er á femíníska flóðbylgju klukkan 12:15 í Hörpu í dag en þriðja hver kona verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni kyn síns vegna. Einn milljarður kvenna og stúlkna hefur þegar upplifað kynbundið ofbeldi.

UN Women á Íslandi, V-dagssamtökin og Lunch Beat hvetja vinkonur, vinir, mömmur, pabba, bræður og systur að mæta í hádeginu í dag í Hörpu þegar einn milljarður kvenna, karla og barna um allan heim munu dansa til að sýna konum og stúlkum sem hafa upplifað hafa ofbeldi vegna kyns síns stuðning og krefjast þess að kynbundið ofbeldi heyri sögunni til, samkvæmt tilkynnignu.

„Við á Íslandi erum kannski ekki stór hluti af milljarði en við getum látið fyrir okkur fara. Tökum þátt í því að láta jörðina hristast undan samtakamætti okkar. Saman náum við einum milljarði. Við ætlum að búa til heim þar sem ofbeldi þrífst ekki.

Margrét Erla Maack mun opna viðburðinn og Lunch Beat teymið mun sjá til þess að draga fram það besta í fólki ásamt  DJ Margeiri mun sjá til þess að dansinn duni. Starfsfólk CCP, Íslandsbanka og Landsvirkjunar ætla að leggja niður vinnu og mæta í hádeginu.  Aðgangur er ókeypis þökk sér tónlistarhátíðinni Sónar. Hægt verður að leggja frítt í bílastæði Hörpu á meðan dansgleðin stendur yfir,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert