Vindmyllur Landsvirkjunar gangsettar

Bryndís Hlöðversdóttir stjórnarformaður Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Steingrímur J. ...
Bryndís Hlöðversdóttir stjórnarformaður Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Steingrímur J. Sigfússon og Margrét Arnardóttir, verkefnisstjóri vindorku, við Búrfell í dag. Ljósmynd/Landsvirkjun

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, gangsetti í dag vindmyllur Landsvirkjunar á „Hafinu“ ofan við Búrfell.

Hörður Arnarson sagði við tilefnið að eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum í heiminum hefði stóraukist og að ákveðin tímamót væru í orkuvinnslu á Íslandi við tengingu vindmyllanna tveggja inn á raforkukerfi Íslendinga. „Litið til framtíðar gæti vindorka orðið þriðja stoðin í orkukerfi Landsvirkjunar, ásamt vatnsafli og jarðvarma. Áhugavert er að athuga hvernig vindorka nýtist Íslendingum í samspili með vatnsorku en sveigjanleiki vatnsorkunnar getur aukið verðmæti vindorkunnar.“

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, sagðist í ræðu sinni fagna þessu framtaki Landsvirkjunar sem hann vonaði að myndi takast vel. Ráðherra hrósaði framsýni og metnaði fyrirtækisins með þessu verkefni og kvað Landsvirkjun vera til fyrirmyndar að feta þessa braut.

Rauntímaupplýsingar um raforkuvinnsluna, vindstig og vindátt á Hafinu, fyrir ofan Búrfell þar sem vindmyllurnar eru staðsettar, eru birtar á heimasíðu Landsvirkjunar og gefst þannig almenningi tækifæri til að fylgjast með þeim frá degi til dags. Þar má fylgjast með afli, snúningshraða, vindátt og stefnu. Sjá nánar hér:

Uppsetning vindmyllanna er liður í rannsóknar- og þróunarverkefni Landsvirkjunar á hagkvæmni vindorku á Íslandi.

Vindmyllurnar eru framleiddar af þýska fyrirtækinu Enercon, sem sérhæfir sig í framleiðslu gírlausra vindmylla til notkunar á landi. Starfsmenn Enercon hófu uppsetningu á vindmyllunum í desember sl. og hafa undanfarið unnið að forrekstrarprófunum og er nú komið að formlegri gangsetningu þar sem þær vinna raforku inn á hið íslenska raforkukerfi.

Vindmyllurnar eru hvor um sig 900 kW en samanlögð áætluð raforkuframleiðsla þeirra er um 5,4 GWst á ári. Hæð mastursins er 55 metrar og hver spaði er um 22 metrar að lengd. Þegar spaðinn er í efstu stöðu er því heildarhæð hverrar vindmyllu 77 metrar.

Mastur vindmyllanna er 55 metra hátt og hver spaði 22 ...
Mastur vindmyllanna er 55 metra hátt og hver spaði 22 metrar á lengd. Í efstu stöðu spaðans er hæð myllunnar því 77 metrar, hærri en Hallgrímskirkjuturn. Mynd/Landsvirkjun
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »

Eldur kviknaði í potti á Culiacan

Í gær, 21:27 Eldur kom upp á veitingastað Culiacan á Suðurlandsbraut á níunda tímanum í kvöld og var slökkvilið kallað til. Kviknað hafði í út frá djúpsteikingarpotti og voru fjórir dælubílar og tveir sjúkrabílar sendir á staðinn þegar kallið barst. Meira »

„Stórkostleg viðurkenning á málstaðnum“

Í gær, 21:11 Vegagerðin gerir ekki athugasemd við þá kröfu landeigenda í Ingólfsfirði um að framkvæmdir við veglagningu í firðinum verði hætt á meðan úr því fæst skorið hvort Vegagerðin hafi heimild til að ráðstafa veginum, sem landeigendur telja sinn. Meira »

Ísland kenni auðmýkt gagnvart náttúru

Í gær, 20:36 Angela Merkel segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og að það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Þetta sagði kanslari Þýskalands á blaðamannafundi hennar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sumarbústað ráðherra. Meira »

Mótsögn í umræðum um sæstreng

Í gær, 20:01 Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en hafna því í leiðinni að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Meira »

Merkel fylgdi Katrínu í Almannagjá

Í gær, 19:31 Vel fór á með Angelu Merkel og Katrínu Jakobsdóttur þar sem forsætisráðherra tók á móti kanslaranum við Hakið á Þingvöllum í kvöld. Leiðtoginn íslenski lýsti staðháttum fyrir þeim þýska þar sem þær gengu niður Almannagjá og áleiðis í ráðherrabústaðinn þar sem fram fer blaðamannafundur. Meira »

Tafir vegna opinberra heimsókna

Í gær, 18:53 Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Meira »

Merkel spókar sig í miðbænum

Í gær, 18:45 Til Angelu Merkel Þýskalandskanslara sást í miðbæ Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, náði sjálfu með Merkel og föruneyti. Meira »

FEB leysir til sín íbúðirnar

Í gær, 18:43 Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja sérstakt kaupréttarákvæði í lóðaleigusamningi sem kveðið er á um í kaupsamningum vegna íbúðanna sem félagið reisir í Árskógum. Meira »

Katrín tók á móti Rinne í Tjarnargötu

Í gær, 17:41 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti forsætisráðherra Finnlands, Antti Rinne, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í dag. Þar ræddu þau um stöðu og þróun stjórn- og efnahagsmála á Íslandi og í Finnlandi, og aðgerðir í loftslagsmálum. Meira »

Geimbúningur prófaður á Íslandi

Í gær, 17:35 Fyrsta leiðangri félagsins Iceland Spcace Agency lauk á dögunum. Félagið er nýstofnað og tekur að sér geimferðaundirbúning enda þykir Ísland vel til þess fallið að undirbúa menn fyrir hrjóstrugt umhverfi himintunglanna. Meira »

Slasaðist á mótorhjóli í Kerlingarfjöllum

Í gær, 17:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyss í Kerlingarfjöllum á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrlan lent í Reykjavík með þann slasaða. Meira »

Hvatti Íslendinga til frekari dáða

Í gær, 17:09 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í morgun fundi með þeim Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands og Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóra mannréttindasamtakanna Amnesty International, sem bæði eru stödd hér á landi. Meira »

Bílvelta á Akureyri

Í gær, 16:38 Bílvelta varð á gatnamótum Furuvalla og Hvannavalla á Akureyri um þrjúleytið í dag.  Meira »
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...