Neitaði að gefa upp nafn og var handtekinn

Frá Ísafirði
Frá Ísafirði mbl.is/Sigurður Bogi

Aðfaranótt laugardagsins hafði lögreglan á Ísafirði afskipti af manni sem hafði tekið þátt í átökum á vínveitingahúsi á Ísafirði. 

Maður þessi neitaði að gera grein fyrir sér þegar lögregla spurði um nafn hans og kennitölu. Maðurinn taldi sér ekki skylt að gefa lögreglu þessar upplýsingar. Úr varð að maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð en þar ákvað maðurinn að gera grein fyrir sér og var honum þá sleppt lausum, samkvæmt frétt á vef lögreglunnar.

Aðfaranótt sunnudagsins stóð lögreglan starfsmann vínveitingahúss á Ísafirði að því að selja viðskiptavini áfengi sem borið var út af veitingastaðnum. Starfsmaðurinn og viðskiptavinurinn voru yfirheyrðir og lagt var hald á áfengið.  Framhald málsins er til skoðunar hjá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert