Fleiri kaupa strætómiða á netinu

mbl.is

Æ fleiri eiga nú viðskipti við Strætó í gegnum netið því undanfarin ár hefur sala á farmiðum og kortum aukist jafn og þétt á netinu. Hjá Strætó er mikil ánægja með árangurinn sem sagður er gefa tækifæri til að sækja enn frekar fram á við með aukna þjónustu á netinu.

Árið 2009 voru farmiðar í strætó seldir á netinu fyrir 75 milljónir króna. Árið 2010 hafði hún tvöfaldast og voru farmiðar þá seldir fyrir rúmar 142 milljónir á netinu. Árið 2011 fór salan upp í rúmar 221 milljón króna og í fyrra voru farmiðar seldir fyrir 276 milljónir króna á netinu.

Söluaukningin á netinu á tímabilinu 2009-2012 er því 368%.

Hægt er að kaupa allar gerðir farmiða og korta á vefsíðu strætó og fá þau heimsent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert