Munu aldrei verja stjórnina

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta hefur ekki verið rætt í þingflokknum en það er algerlega útilokað að Framsóknarflokkurinn verji núverandi ríkisstjórn,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, aðspurður um afstöðu flokksins til vantrauststillögu Þórs Saari.

Gunnar Bragi vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið fyrir stundu.

Hann ítrekaði að þingflokkurinn ætti eftir að ræða málið.

Um það leyti sem EFTA-dómstóllinn kvað upp úrskurð sinn í Icesave-deilunni var orðrómur um að Framsóknarflokkurinn íhugaði að leggja fram vantraust. Ekkert varð hins vegar úr því. 

Vantrauststillaga lögð fram

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert