„Siggi hakkari“ mætti á þingnefndarfund

Sigurður Þórðarson kemur til fundar við allsherjar- og menntamálanefnd.
Sigurður Þórðarson kemur til fundar við allsherjar- og menntamálanefnd. Ljósmynd/Pressphotos

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kom saman til fundar í morgun til að ræða aðgerðir FBI á Íslandi sumarið 2011. Sigurður Þórðarson (Siggi hakkari), sem FBI ræddi við í ágúst það ár, kom fyrir nefndina, en hann óskaði sjálfur eftir því að ræða við nefndina.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði á Alþingi í síðustu viku að hann hefði trú á því að bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefði ætlað sér að nota ungan Íslending, sem hún vildi yfirheyra hér á landi vegna hugsanlegrar árásar á tölvukerfi stjórnarráðsins, sem tálbeitu í rannsókn sinni á málefnum uppljóstrunarvefsins Wikileaks.

Ráðherrann lagði áherslu á að málið snerist ekki um Wikileaks af hálfu innanríkisráðuneytisins heldur aðeins hvort FBI hafi verið hér á landi á forsendum réttarbeiðni sem tekið hefði til starfa þeirra. Fullyrti hann að svo hefði ekki verið og því hefði þeim verið bönnuð frekari rannsóknarvinna hér á landi. Rannsóknarbeiðnin hefði snúist um mögulega tölvuárás en Ögmundi hefði hins vegar verið tjáð að rannsókn FBI hefði snúist um sakamálarannsókn í Bandaríkjunum gegn Wikileaks.

mbl.is

Bloggað um fréttina