Félagsbústaðir hrepptu forvarnarverðlaun VÍS

Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs VÍS og Sigurður ...
Auður Björk Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs VÍS og Sigurður Kr. Friðriksson framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
Félagsbústaðir hf. fengu Forvarnarverðlaun VÍS 2013 sem afhent voru í dag á forvarnaráðstefnunni Slysalaus framtíð – okkar ábyrgð. Jafnframt fengu Sómi og Olíudreifing viðurkenningu frá VÍS fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum.
Forvarnarverðlaun VÍS eru veitt fyrir framúrskarandi og fyrirmyndar forvarnir og eru Félagsbústaðir þar í fremstu röð.
Í fréttatilkynningu frá VÍS segir að undanfarin fimm ár hafi með markvissum aðgerðum nánast tekist að fyrirbyggja bruna hjá Félagsbústöðum. Með árlegri fræðslu um eldvarnir heimilisins, áherslu á bætta umgengni í sameignum, kjöllurum og ruslageymslum hafi þetta færst þetta til betri vegar.

„Allar íbúðir eru leigðar út með reykskynjurum, eldvarnarteppi og slökkvitæki. Jafnframt hefur verið gefið út fræðsluefni og leiðbeiningar á sjö tungumálum um rakaskemmdir, staðsetningu lagnagrindar og fleiri hagnýtar upplýsingar til að fyrirbyggja og bregðast við vatnstjónum.

Lögð er áhersla á gott aðgengi og aðlaðandi umhverfi sem stuðlar að ánægðari leigjendum og betri umgengni. Skipulag Félagsbústaða á eftirliti og viðhaldi eigna sinna er öðrum sambærilegum þjónustufyrirtækjum til mikillar fyrirmyndar og samræmist markmiði stjórnenda að draga úr rekstrarkostnaði til lengri tíma. Ennfremur er lagt upp úr góðri vinnuaðstöðu og umhverfi starfsfólks. Fyrirtækið fylgir umhverfisstefnu og hefur haldið grænt bókhald í áratug.“

Olíudreifing og VÍS hófu formlegt forvarnar- og öryggissamstarf fyrir 6 árum undir forystu framkvæmdastjóra Olíudreifingar. Í upphafi fólst vinnan í að greina þær hættur sem gætu verið til staðar í starfseminni og greina þau tjón sem upp hefðu komið í rekstrinum. Einnig var lögð mikil áhersla á atvikaskráningu og að færa næstum því slys til bókar með það að markmiði að fyrirbyggja hættur og byrgja brunninn.


„Stjórnendur Olíudreifingar eru meðvitaðir um að árangur á sviði öryggis- og umhverfismála er ekki síst háður jákvæðu viðhorfi starfsmanna. Því er mikið lagt upp úr því að tryggja að allir séu meðvitaðir um öryggisstefnu fyrirtækisins og markmið hennar. Allir séu vel upplýstir og þannig stuðlað að jákvæðu viðhorfi gagnvart stefnu og markmiðum fyrirtækisins jafnt í öryggismálum sem öðru,“ segir í fréttatilkynningu VÍS.   Hjá Sóma er sömuleiðis mikið lagt upp úr öryggismálum að sögn VÍS. Meðal annars er farið reglulega yfir öll öryggistæki og tól eins og brunaslöngur og slökkvitæki. Starfsmenn eru þjálfaðir í meðhöndlun þeirra og fyrirtækið er sérstaklega vaktað fyrir bruna og innbrotum. Þess er vandlega gætt að hvergi safnist upp rusl með tilheyrandi brunahættu og aðkoma öll hin snyrtilegasta bæði að utan sem innan. Sómi hefur hlotið umhverfisvottun og leyfi til að nota hollustumerkið Skráargatið.   Þetta er í fjórða sinn sem Forvarnarverðlaun VÍS eru veitt fyrirmyndarfyrirtækjum á þessu sviði. Áður hafa Strætó, Rio Tinto Alcan og Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hreppt verðlaunagripinn Að byrgja brunninn sem listamaðurinn Ólafur Geir Þorvaldsson gerði fyrir fyrstu forvarnaráðstefnu VÍS árið 2010.  
mbl.is

Innlent »

Sagður hafa rekið Eflingu af lóð hótelsins

08:33 Sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti í nótt. Stéttarfélagið Efling vekur athygli á því á Facebook-síðu sinni nú í morgun að Ingólfur Haraldsstjóri hótelstjóri Hótel Nordica hafi rekið Eflingu og hótelstarfsfólk út af lóð hótelsins. Meira »

Flug- og strætóferðum aflýst

08:25 Flugferðum innlands hefur verið aflýst og eins falla niður ferðir hjá Strætó vegna mjög slæmrar veðurspár. Aftakaveðri er spáð víða á landinu og mikilli röskun á samgöngum. Meira »

Verslun í Norðurfirði í vor

08:18 „Það er talsverður áhugi á þessu. Það bárust sex til átta umsóknir og fyrirspurnir eftir að við þreifuðum fyrir okkur á Facebook, en nú ætlum við að birta formlega auglýsingu í blöðununum og þá skýrist betur hve margir hafa áhuga á þessu starfi,“ segir Arinbjörn Bernharðsson, stjórnarformaður Verzlunarfjelags Árneshrepps. Meira »

Þungt högg í humarveiðum og -vinnslu

07:37 Mikill samdráttur í humarveiðum hefur mikil áhrif á rekstur fyrirtækja á Höfn í Hornafirði, Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf., sem stundar humarveiðar frá Þorlákshöfn og vinnslu í landi, segir ljóst að höggið sé þungt. Meira »

Lokað vegna óveðurs

06:58 Fjarðarheiði er lokuð vegna óveðurs og hið sama gildir um Hófaskarð, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi víða um land. Meira »

Aftakaveður á leiðinni

06:46 Kröpp og óvenjudjúp lægð skammt suður af landinu hreyfist allhratt norðaustur. Lægðin sú arna veldur norðan- og norðaustanstormi eða -roki og blindhríð fyrir norðan og austan. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð mikilli snjókomu síðdegis og það geti haft áhrif á umferðina. Meira »

4.100 unglingar á einum stað

06:16 Stærsta unglingaskemmtun landsins fer fram í Laugardalshöll um helgina þegar 4.100 unglingar og 400 starfsmenn úr félagsmiðstöðvum landsins koma saman til þess að skemmta sér á SamFestingnum, árlegri hátíð Samfés. Meira »

Leituðu gluggagægis

05:56 Lögreglunni barst tilkynning um gluggagægi í hverfi 111 en þrátt fyrir leit að manninum fannst hann ekki. Bifreið var bakkað ofan í húsgrunn í hverfi 203 en engin slys urðu á fólki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Metfjöldi í Landgræðsluskóla SÞ

05:30 Alls er nú 21 nemandi skráður í Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem hófst fyrir skömmu, en um er að ræða árlegt sex mánaða námskeið. Aldrei fyrr hafa jafn margir nemendur verið skráðir á námskeiðið. Meira »

Hægja á uppbyggingunni

05:30 Fjárfestar hafa hægt á markaðssetningu nýrra íbúða í miðborg Reykjavíkur. Með því hafa þeir brugðist við óvissu í efnahagsmálum. Kjaramálin og erfið staða flugfélaganna vega þar þungt. Meira »

Boðvald stéttarfélaga nær til félagsmanna

05:30 „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur að geyma ákvæði um félagafrelsi. Í því felst að þú getur verið í því félagi sem þú vilt og staðið utan þess félags sem þú vilt,“ segir Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. Hann sagði að hluti rútubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu væri hvorki félagar í Eflingu né VR. Meira »

Kvörtuðu undan óþægindum

05:30 „Þetta byrjaði með því að starfsmenn kvörtuðu undan óþægindum og urðu sumir þeirra veikir. Í kjölfar þess var ákveðið að láta skoða málið,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Önnur flugfélög að falla á tíma

05:30 Sérfræðingar á flugmarkaði voru tregir til að koma fram undir nafni til að ræða viðræður Icelandair og WOW air. Þeir voru sammála um að öll sund væru að lokast fyrir WOW air. Meira »

Verkfallið er hafið

00:04 Verkfall hótelstarfsfólks og hópbifreiðastjóra, sem stendur yfir í sólarhring, hófst núna á miðnætti.  Meira »

MAX í lykilhlutverki í ákvörðuninni

Í gær, 23:40 „Það að Icelandair séu tilbúnir að taka þráðinn upp að nýju er augljóslega keyrt áfram af óvissunni í kringum MAX-inn,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Icelandair, um viðræður Icelandair um aðkomu að rekstri WOW air sem hafnar eru að nýju. Meira »

Hugsað sem meira stuð

Í gær, 22:03 Fyrsta 4cross-hjólreiðamótið sem haldið hefur verið í Hlíðarfjalli fer fram á laugardag en Ágúst Örn Pálsson mótsstjóri segir að brautin sé stutt og að keppnisfyrirkomulag eigi að vera skemmtilegt, bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Meira »

Freista þess að keyra flugfarþega

Í gær, 21:44 „Við erum búin að undirbúa okkur og gerum ráð fyrir að vinna eftir plani,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Hann segir vonbrigði að ekki hafi tekist að aflýsa verkföllunum. Meira »

Icelandair hefur viðræður við WOW air

Í gær, 21:22 Í kjölfar tilkynningar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri félagsins. Meira »

Fá lóðir fyrir 153 íbúðir

Í gær, 20:53 Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, og Búseti húsnæðissamvinnufélag fá lóðir fyrir 153 íbúðir í næsta áfanga í Bryggjuhverfinu. Bæði félögin eru óhagnaðardrifin húsnæðisfélög. Meira »
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...