Þjóðin verði spurð um áframhald viðræðna

Ögmundur Jónasson,
Ögmundur Jónasson, Styrmir Kári

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að leitað verði álits þjóðarinnar um það hvort haldið verði áfram með aðildarumsókn að ESB.

Þetta kom fram í ræðu Ögmundar í almennum stjórnmálaumræðum á landsfundi Vinstri grænna sem haldinn er á Hotel Nordica nú í kvöld.

Sagði hann í stuttri ræðu að ekki hefði verið hægt að sjá fyrir hve aðildarviðræður myndu dragast á langinn. Vill hann að umboð til viðræðna verði endurnýjað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert