Hanna Birna: Fólk öðlist trú á framtíðina

Hanna Birna Kristjánsdóttir á landdsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll.
Hanna Birna Kristjánsdóttir á landdsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. mbl.is/Árni Sæberg

„Kæru landsfundarfulltrúar. Það er ríkisstjórn í landinu. Það er kannski ekki alltaf augljóst en hún er samt þarna enn,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, frambjóðandi til varaformanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins fyrir stundu.

Hanna Birna dró saman viðhorf ríkisstjórnarinnar til atvinnulífsins svona:

„Ef það hreyfist - er það skattlagt. Ef það heldur áfram að hreyfast - eru sett lög á það. Og ef það stoppar - er það sett á opinbera styrki.“

Hanna Birna býður sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins en hún ítrekaði í ræðu sinni í dag að hún stefndi ekki á formannssætið í flokknum.

Sagði hún að stundum hefði verið haft í flimtingum að forystumenn ríkisstjórnarinnar skildu ekki ensku. Enn alvarlegra væri að þeir skildu ekki íslensku og vísaði þar til sambandsleysis stjórnvalda við þjóðina.

„Þessar kosningar snúast um það eitt að fólkið í þessu landi öðlist trú á framtíðina,“ sagði Hanna Birna. Skattahækkanir hefðu gengið það nærri fólkinu í landinu að það sæi vart vonarglætu. Skuldastaða heimilanna væri ekki viðunandi, margar fjölskyldur gætu ekki meira.

Alvöru lýðræðisflokkur

„Sjálfstæðisflokkurinn er alvöru lýðræðisflokkur. 20.000 einstaklingar um land allt tóku þátt í að stilla upp framboðslistum fyrir næstu alþingiskosningar,“ sagði Hanna Birna og benti á að það væru rúmlega helmingi fleiri en allir þeir sem tóku þátt í að stilla upp listum fyrir alla aðra stjórnmálaflokka landsins.

Þá minnti hún á að Steingrímur J. Sigfússon hefði fengið innan við 200 atkvæði í prófkjöri VG í 40.000 manna kjördæmi, þ.e. Norðausturkjördæmi, og hvernig Guðmundur Steingrímsson lét handvelja sig sem formann flokksins af kunningjum og vinum. Sagðist Hanna Birna ekki vita hvort stuðninsmenn Guðmundar hefðu mætt í Star Wars-búningum á fundinn hjá Bjartri framtíð, „en í borgarstjórn hljóma þeir að minnsta kosti oft eins og þeir séu af allt annarri plánetu,“ sagði Hanna Birna.

„Við erum öll í framboði. Við sem eigum sameiginlega drauma fyrir framtíð Íslands erum öll frambjóðendur flokksins. Við erum boðberar hugsjóna og fulltrúar frelsisins,“ sagði Hanna Birna. „Árið 2013 verður ár nýs upphafs fyrir Ísland.“

„Við sjálf getum haft áhrif til góðs“

Ræða Hönnu Birnu var á persónulegum nótum. Hún rifjaði upp þegar hún sat ásamt verðandi eiginmanni sínum í gömlum Fiat og hlustaði á hann segja uppnuminn frá deginum sínum, eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins 1991. 

„Ég hugsaði með mér. Hvað er það eiginlega við þennan landsfund?  Skyldi ég einhvern tíma verða svo uppnumin í pólitík að ég geti með svona mikilli gleði og stolti varið fjórum heilum dögum á fundi til að ræða framtíð lands og þjóðar. Ég skal viðurkenna að á þessum rúnti á litla Fiatnum okkar - þar sem við vorum bæði 22 árum yngri – ég með herðapúða og Villi með strípur - þá var ég ekki sannfærð um að svo yrði.“

Á landsfundi 1996 hefði hún hins vegar sannfærst algjörlega um töfra þessarar samkomu og upplifað stolt, gleði og þakklæti yfir að tilheyra hópi fólks sem léti sig málin varða. „Ég er í stjórnmálum því mig langar að einmitt þessi tilfinning – þessi vissa um að við sjálf getum haft áhrif til góðs nái til sem flestra.“

„Spurðu hvað þú getur gert“

Hún sagði einnig frá heimsókn sinni til Harvard-háskóla fyrir skömmu þar sem hún hefði tekið hús á Harvard Kennedy School of government. Þar hefði hún veitt athygli spjöldum þar sem stóð „spurðu hvað þú getur gert“ með vísan til frægrar ræðu Johns F. Kennedy þar sem forsetinn hvatti þegna sína til að spyrja ekki hvað Bandaríkin gætu gert fyrir þá heldur hvað þeir gætu gert fyrir Bandaríkin.

„Undir þessari lýsingu varð mér hugsað heim. Heim til Íslands sem þarf svo mikið  á því að halda að við öll, hvert fyrir sig og hvert fyrir annað, spyrjum okkur að því hvað  við getum gert. Hvað við getum gert fyrir landið okkar, fólkið og framtíðina,“ sagði Hanna Birna.

Hún sagði verkefnin framundan stærri en svo að þau yrðu leyst af atvinnustjórnmálamönnum, einum leiðtoga eða ríkisstjórn. Íslendingar þyrftu að vera reiðubúnir að spyrja fyrst hvað þeir gætu gert áður en lausnanna væri leitað hjá stjórnmálamönnum. „Hér í salnum eru fjölmargir einstaklingar sem hafa spurt sig hvað þeir geta sjálfir gert. Einstaklingar sem biðu ekki eftir því að aðrir gengju til verka fyrir þá heldur gerðu það sjálfir,“ sagði Hanna Birna.

Hún rifjaði upp að hún hefði sjálf verið í framboði gegn Bjarna Benediktssyni á síðasta landsfundi og fengið fínan stuðning. „Ég margítrekaði á síðasta landsfundi að ég myndi ekki bjóða mig aftur fram til formanns á þessu kjörtímabili, heldur virða ykkar val, kæru félagar, á síðasta landsfundi.  Við það stendur. Ég tók engu að síður ákvörðun um að gefa kost á mér til varaformanns. Það er svar mitt við spurningunni „hvað get ég gert?”.“

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Lögunum lekið á netið

18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar [sem] falast [er] eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum [sic] um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, innbundin í fallegt skinnband, ástand mjög got...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...