Hlé þýði að ESB-viðræðum verði hætt

Bjarni Benediktsson við setningu 41. Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í …
Bjarni Benediktsson við setningu 41. Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Hvað þýðir það að gera hlé? Ég hef ávallt skilið það svo að það væri hlé eins og aðrar þjóðir hafa gert, [að það sé] í raun og veru að stöðva viðræðurnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins fyrir stundu.

Bjarni var þar að svara fyrirspurn úr sal vegna ályktunar utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins þar sem kveðið er á um að gert skuli hlé á aðildarviðræðunum og þær ekki hafnar að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Hvað þýðir það að þeim skuli ekki haldið afram nema þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram?“ spurði Bjarni og útskýrði hvernig að í ályktuninni fælist að ekki yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja viðræður á ný nema að til þess væri skýr meirhlutavilji hjá þjóðinni.

Það gæti til dæmis gerst með því að í alþingiskosningum ynnu tveir flokkar sem hefðu skýra stefnu um að ganga í ESB. Slíkt væri skýr kosningasigur þeirrar stefnu sem gæfi þeim flokkum skýrt umboð til að hefja viðræður, að fengnu samþykki þjóðarinnar. Annað væri upp á teningnum núna.

„Ég túlka þessa ályktun ekki þannig að Sjálfstæðisflokkurinn sé skuldbundinn til að setja þjóðaratkvæðagreiðslu á dagskrá,“ sagði Bjarni og uppskar lófatak.

mbl.is