Tilkynnt um 42 kynferðisbrot gegn börnum

Lögregluembætti á landinu fengu 42 tilkynningar um kynferðisbrot gegn börnum í janúar. Segir í afbrotatíðindum ríkislögreglustjóra, að það séu óvenjumörg mál miðað við þróun síðustu ára.

Árið 2012 var að meðaltali tilkynnt um 10,4 slík brot á mánuði og 9,5 árið 2011. Ríkislögreglustjóri segir, að tilkynningar síðastliðinn janúarmánuð hafi því verið fjórum sinnum fleiri en að meðaltali á mánuði síðustu tvö ár. 

mbl.is