22 íbúar í Auðsholti urðu innlyksa

Vegurinn að Auðsholti er undir vatni á stórum kafla.
Vegurinn að Auðsholti er undir vatni á stórum kafla. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Þegar dimmdi var sama staða og fyrr um daginn. Vatnið var ekkert farið að sjatna,“ sagði Steinar Halldórsson, bóndi í Auðsholti 4 í Hrunamannahreppi, á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Að sögn Steinars voru þá 22 íbúar í sex íbúðarhúsum innilokaðir vegna flóðs í Hvítá sem fór yfir veginn heim að bænum. Varð vegurinn ófær fólksbílum um tvöleytið á mánudag. Steinar komst yfir ána á jeppa í gær en þurfti frá að hverfa á dráttarvél.

„Við reyndum að fara yfir ána á dráttarvél en snerum við. Það var svo erfitt að sjá stikurnar við veginn sem voru í kafi. Það var öldurót uppi á miðju landi enda orðið hvasst,“ sagði Steinar en um kvöldið var kominn éljagangur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »