Börn sækjast í gerfi-munntóbak

Athygli foreldra í Hafnarfirði og á Álftanesi hefur að undanförnu verið vakin á nýrri vöru sem virðist vinsæl á meðal grunnskólabarna, um er að ræða nikótínlaust munn eða neftóbak sem selt er krökkum undir 16 ára aldri og inniheldur bæði koffín og ginseng, í Svíþjóð er það selt 18 ára og eldri.

Geir Bjarnason, forvarnarfulltrúi í Hafnarfirði, segir löggjöf skorta um efnið þar sem ljóst sé að þarna sé vara sem ekki eigi erindi við börn sem hafi þó fullt leyfi til að kaupa hana en hann segir að allt niður í 14 ára gömul börn hafa getað kept slíkt gerfitóbak í verslunum. 

Hann tekur fram að gerfi-munntóbakið sé ætlað  til að hjálpa þeim sem háðir séu munntóbaki að losna við fíknina og geti sem slíkt verið gagnlegt. Eingöngu sé verið að vekja athygli foreldra á því að hér sé um að ræða vöru sem eigi ekki erindi við ung börn sem virðast sækja í hana.

mbl.is