Mega ekki sýna brjóstaskoru

Frá Samféshátíðinni árið 2008.
Frá Samféshátíðinni árið 2008. mbl.is/Ómar

Um næstu helgi verður Samfestingurinn, sem er hátíð samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi (Samfés), haldinn hátíðlegur. Ákveðnar reglur eru í gildi varðandi klæðaburð ungmennanna, en stúlkur mega t.d. ekki sýna brjóstaskoru og þá mega piltar ekki vera berir að ofan.

Þetta kemur fram á heimasíðu Samfés, en þar minnir Ungmennaráð Samfés á gildandi reglur.

Um klæðaburð stúlkna segir: „Eiga að vera í lituðum sokkabuxum eða leggings undir stutta kjóla. Mega ekki sýna brjóstaskoru, eða neitt þess háttar. Einnig er bannað að vera í gegnsæjum skyrtum nema hlýrabolur sé notaður undir. Þar af leiðandi má ekki hafa bert á milli. Blúndustuttbuxur eru ekki leyfilegar heldur þar sem þær eru of stuttar. „Stykki“ sem ná aðeins yfir brjóstin eru heldur ekki leyfileg.“

Um klæðaburð stráka segir: „Mega ekki vera berir að ofan, vera með of stórt (eða sítt) hálsmál eða hneppa skyrtum frá. Þeir mega heldur ekki vera í stuttbuxum, þær verða að ná fyrir neðan hné“.

Þá eru háhælaðir skór leyfðir en tekið er fram að það sé hins vegar ekki mælt með því að stúlkur eða strákar séu í slíkum skófatnaði, enda finnist engum gaman að vera bólgin og tálaus.

Þá segir að öll notkun eða meðferð vímuefna sé bönnuð og tekið er fram að svokallað Kick Up snus sé ekki leyfilegt.

Loks segir að strangt verði tekið á öllum brotum á reglum.

Samfestingurinn 2013 verður haldinn í Laugardalshöll dagana 1. og 2. mars nk. Nánar um hátíðina hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert