Semja við Afganistan

Reynir Grétarsson, stjórnarformaður Creditinfo.
Reynir Grétarsson, stjórnarformaður Creditinfo. mbl.is/Styrmir Kári

Íslenska fyrirtækið Creditinfo hefur gert 300 milljóna króna samning við Seðlabankann í Afganistan um innleiðingu á hugbúnaði sem aðstoðar við að meta útlánaáhættu. Verkefnið er fjármagnað með styrk frá Alþjóðabankanum.

Landið er eitt það hættulegasta í heimi en það hefur verið stríðshrjáð í þrjá áratugi. Meðan á samningstímanum stendur er ráðgert að leggja um 25 milljónir í að gæta öryggis starfsmanna.

Þetta kemur fram í viðtali við Reyni Grétarsson, stjórnarformann fyrirtækisins, í Viðskiptablaði Morgunblaðsins, sem fjallar í dag um samninga þessa. Fyrirtæki Creditinfo í Tékklandi mun annast uppsetningu á kerfinu, og munu starfsmenn þaðan, m.a. Íslendingar, þurfa að sækja landið heim enda er um flókið verkefni að ræða. Creditinfo hefur gert fjóra sambærilega samninga frá árinu 2009 og nemur heildarvirði þeirra átta til níu milljónum dollara. Þá var samið við Íran, Súdan, Palestínu og Tansaníu.

Höfuðstöðvar Creditinfo í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Creditinfo í Reykjavík. mbl.is/Ernir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert