Fólk beðið að halda sig heima

Frá Ártúnsbrekkunni en öll umferð er stopp þar vegna óveðurs …
Frá Ártúnsbrekkunni en öll umferð er stopp þar vegna óveðurs og árekstra mbl.is/Eyrún

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður fólk að halda sig heima þar til veðri slotar þar sem ekkert ferðaveður er á svæðinu. Skyggni ekkert og allt meira og minna stopp í borginni.

Suðurlandsvegur er lokaður við Olís í Norðlingaholti, verið er að skoða lokanir á Vesturlandsvegi við Þingvallaveg.

Strætó hefur hætt akstri í austasta hluta höfuðborgarsvæðisins en samkvæmt upplýsingum frá farþegum sem hafa setið fastir í strætóum í Ártúnsbrekkunni er verið að snúa strætisvögnum þar við þar sem ekki er mögulegt að komast lengra.

Vegna slæmrar færðar og veðurs má búast við miklum seinkunum á öllum leiðum strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Vatnsendahverfið er ófært eins og stendur. Vallahverfið í Hafnarfirði er ófært sem stendur. Norðlingaholt er ófært sem stendur. Mosfellsbær er ófær sem stendur. Grafarholt er ófært sem stendur. Grafarvogur er ófær sem stendur og Árbæjarhverfið.

mbl.is