Harma ályktun Vinstri grænna

Meðganga.
Meðganga. Wikipedia

Staðganga, stuðningsfélag staðgöngumæðrunar, og Tilvera, samtök um ófrjósemi, harma samþykkt ályktun Vinstri grænna gegn staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni og telja að hún byggi á vanþekkingu og fordómum.

Í sameiginlegi ályktun félaganna segir að þau standi fast á því að konur eigi að hafa fullan umráðarétt yfir eigin líkama í þessu máli sem öðrum. „Hvetjum við
hlutaðeigandi enn og aftur til að kynna sér niðurstöður fagrannsókna á
staðgöngumæðrun á Vesturlöndum sem telja á fimmta tug og eru einróma
jákvæðar staðgöngumæðrun.“

Þá er á það bent að Finnar vinna að gerð laga sem leyfa staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni og að nýlega hafi komið út skýrsla læknisfræðilegs siðferðisráðs sænska ríkisins þar sem lagt er til að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði leyfð þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert