Mary Luz synjað um ríkisborgararétt

Mary Luz ásamt syni sínum Federico.
Mary Luz ásamt syni sínum Federico. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Kólumbískri konu sem kom til Íslands í boði íslenskra stjórnvalda sem flóttamaður ásamt tveimur sonum sínum haustið 2007, var synjað um ríkisborgararétt án ástæðu. Hún segir stjórnvöld hafa svikið þau loforð sem fjölskyldunni voru gefin áður en þau lögðu af stað.

Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum RÚV.

Sjö kólumbískar konur komu til Íslands ásamt börnum sínum árið 2007. Mary Luz var í þeim hópi.

Mary Luz segir að þegar íslensk stjórnvöld buðu þeim til Íslands hafi verið skrifað undir samning þar sem þeim var lofað því að eftir fimm ár fengju þau íslenskan ríkisborgararétt.

Mary Luz segir að hún hafi frá byrjun lagt áherslu á að verða nýtur þjóðfélagsþegn. Hún sótti ítrekað um vinnu en án árangurs og ákvað að gerast dagmamma.

 Meðfram því lærði hún til matsveins á kvöldin og hefur frá því í haust verið lærlingur á Vox veitingahúsinu á Hótel Hilton. Hún segir að konurnar hafi allar sótt um ríkisborgararétt í fyrra og að hinar sex konurnar hafi nýlega fengið ríkisborgararétt.

Mary Luz fékk hins vegar synjun, án þess að nokkur ástæða væri gefin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert