„Þetta er auðvitað bara leikrit“

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Morgunblaðið/Ómar

Þingmenn deildu um það á Alþingi í dag hverjum það væri að kenna að ekki gengi hraðar fyrir sig að afgreiða hin ýmsu mál sem lægju fyrir þinginu. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hóf umræðuna og gagnrýndi þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins harðlega fyrir að misnota þingsköp Alþingis og tefja fyrir þingmálum með því að fara í sífellu upp í andsvör við hvora aðra án þess að tilgangur væri með því og það jafnvel í málum sem tiltölulega góð sátt væri um.

„Þetta er auðvitað bara leikrit sem öll þjóðin áttar sig á og sér. Þetta er leikrit sem öll þjóðin áttar sig á og sér og verður til þess að brýn mál komast ekki á dagskrá. Verkefni okkar hér er að gera þjóðinni gagn en ekki að þvælast fyrir og það er það sem við þurfum að láta gerast og virðulegi forseti, með þessu áframhaldi er algerlega ljóst að það verður ekki unnt að standa við áform starfsáætlunar að ljúka hér störfum 15. mars,“ sagði Árni ennfremur.

Brýn mál vegna heimilanna ekki á dagskrá

Sigfús Karlsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, kom einnig inn á þessa umræðu og sagðist hafa hlakkað til þess að taka þátt í störfum þingsins í þessari viku og gert ráð fyrir að í þeim yrði lögð áhersla á mál sem tækju á brýnustu hagsmunamálum heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Hann hafi þó orðið fyrir vonbrigðum með dagskrá þingsins í gær og í dag enda væru þar engin mál í raun sem tækju á þeim málum. Spurði hann hvað þingið ætlaði að gera á síðustu dögum þingsins í þessum efnum.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, og Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tóku í sama streng og Árni og gagnrýndu þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins harðlega fyrir að stöðva eða tefja fyrir brýnum mál í þinginu líkt og um stjórn fiskveiða og Lánasjóð íslenskra námsmanna. Löng umræða færi fram um brýn mál en minniháttar mál færu í gegn án umræðu.

„Stjórnarandstaðan mun ekki þvælast fyrir þeim“

„Þessi ríkisstjórn ætti að byrja á því núna þegar fimm dagar eru eftir, eða fjórir dagar eru eftir af þinginu að fara yfir listann, skoða hvaða mál eru brýn, aðkallandi og áríðandi fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Tökum þau mál, stjórnarandstaðan mun ekki þvælast fyrir þeim, tökum þau mál og klárum þau,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hún aukmunarvert að ríkisstjórnin, sem gumaði sig af því að njóta meirihlutastuðnings í þinginu eftir að vantraust á hana var fellt í þinginu í gær, kenndi stjórnarandstöðunni um að hún kæmist ekki með mál í gegnum þingið.

Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir með Ragnheiði og benti á að fjölmörg mál hefðu verið að koma inn í þingið til fyrstu umræðu undanfarna daga sem stjórnarmeirihlutinn hefði lagt mikla áherslu á að yrðu afgreidd og komið til nefnda. Fyrir væru hjá nefndum þingsins mikill fjöldi mála sem ætti eftir að afgreiða til annarrar umræðu og þriðju umræðu. Útilokað væri að klára öll þessi mál fyrir þinglok. „Svo þarf maður, virðulegi forseti, að sitja hér í þingsalnum og hlusta á stjórnarliða tala um það að það sé verið að koma í veg fyrir það að mál klárist hér.“

mbl.is

Innlent »

Fjárveiting tryggð til ILS-aðflugsbúnaðar

07:57 Þörf er á fullkomnari aðflugsbúnaði á Akureyrarflugvelli ef hann á að geta þjónað reglulegu millilandaflugi eins og heimamenn vilja. Þá er þörf á því að stækka flugstöðina og flughlaðið. Meira »

Tillaga sjálfstæðismanna felld

07:37 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem flutt var af Kjartani Magnússyni á fundi borgarstjórnar í fyrradag um að undanþiggja Hjálpræðisherinn frá því að greiða gatnagerðar- og byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74, var felld í borgarstjórn í fyrradag með níu atkvæðum gegn fimm. Meira »

Éljagangur á Reykjanesbraut

06:45 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum vegum. Snjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut.  Meira »

Skjálfti upp á 3,2 stig

06:41 Jarðskjálfti sem mældist 3,2 að stærð varð í nótt klukkan 02:14 í norðaustanverðum Öræfajökli. Engin merki eru um gosóróa, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Dagurinn lengist um fimm mínútur

06:06 Sólin hækkar stöðugt á lofti og verður morgundagurinn fimm mínútum lengri en dagurinn í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Vorjafndægur eru 20. mars en þá verður dagurinn um það bil jafnlangur nóttunni. Meira »

Húsleit hjá fiskútflytjanda

05:49 Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks.  Meira »

Aðeins BA með fleiri áfangastaði

05:30 Icelandair flýgur nú á 23 áfangastaði í Bandaríkjunum og Kanada. Nýlega tilkynnti fyrirtækið að það hygðist fljúga til Baltimore, San Francisco og Kansas. Meira »

Taki strætó á spítalann

05:30 Við hönnun umferðarmannvirkja við nýjan Landspítala er gert ráð fyrir að mun hærra hlutfall starfsmanna muni ferðast með strætó en nú er. Þyrfti hlutfallið að margfaldast. Meira »

Bíða stokkalausnar

05:30 Vegagerðin kynnti í haust tillögur til úrbóta á Hafnarfjarðarvegi í gegnum Garðabæ. Þær fólu í sér talsverðar breytingar á samgöngumannvirkjum og átti að ráðast í framkvæmdir í vor. Meira »

Hörð deila flugliða og Primera

05:30 Fulltrúar Primera Air Nordic SIA mættu ekki á sáttafund með Flugfreyjufélagi Íslands, sem ríkissáttasemjari boðaði til í gær vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi. Meira »

Skortur á legurými er ein helsta skýringin á frestun

05:30 Skortur á legurými er helsta skýring þess að Landspítalinn þarf stundum að grípa til þeirra úrræða að fresta fyrirfram skipulögðum og ákveðnum aðgerðum. Meira »

„Reykjavík er að skrapa botninn“

05:30 „Meirihlutinn ákvað að þæfa málið. Þau hafa ekki viljað ræða þetta,“ segir Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Meira »

Nýtt lyf við ADHD lofar góðu

05:30 Nýtt lyf við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) í börnum hefur gefið góða raun. Niðurstaða úr klínískri rannsókn á lyfinu var að koma út í Nature Communications en hún byggist á uppfinningu sem Hákon Hákonarson læknir og forstöðumaður erfðarannsóknastöðvar barnaspítalans við háskólasjúkrahúsið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum birti ásamt fleirum í Nature Genetics árið 2011. Meira »

Hálka víða um land

00:01 Hálka er á öllu landinu, að Austurlandi undandskildu, fyrir utan nokkra fjallvegi. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

Í gær, 22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla hvor sinni öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Reisa nýtt hótel í Vík

05:30 Framkvæmdir eru hafnar við nýtt hótel í Vík í Mýrdal. Hótelið mun bera nafnið Hótel Kría og verða þar 72 herbergi og veislusalur. Meira »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

Í gær, 23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

Í gær, 21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Jöklar - Vorpantanir 2018 í fullum gangi
Erum að taka niður pantanir fyrir aðra sendingu 2018. Húsin eru áætluð til afhe...
Flugskýli til leigu
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...