„Þetta er auðvitað bara leikrit“

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Morgunblaðið/Ómar

Þingmenn deildu um það á Alþingi í dag hverjum það væri að kenna að ekki gengi hraðar fyrir sig að afgreiða hin ýmsu mál sem lægju fyrir þinginu. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hóf umræðuna og gagnrýndi þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins harðlega fyrir að misnota þingsköp Alþingis og tefja fyrir þingmálum með því að fara í sífellu upp í andsvör við hvora aðra án þess að tilgangur væri með því og það jafnvel í málum sem tiltölulega góð sátt væri um.

„Þetta er auðvitað bara leikrit sem öll þjóðin áttar sig á og sér. Þetta er leikrit sem öll þjóðin áttar sig á og sér og verður til þess að brýn mál komast ekki á dagskrá. Verkefni okkar hér er að gera þjóðinni gagn en ekki að þvælast fyrir og það er það sem við þurfum að láta gerast og virðulegi forseti, með þessu áframhaldi er algerlega ljóst að það verður ekki unnt að standa við áform starfsáætlunar að ljúka hér störfum 15. mars,“ sagði Árni ennfremur.

Brýn mál vegna heimilanna ekki á dagskrá

Sigfús Karlsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, kom einnig inn á þessa umræðu og sagðist hafa hlakkað til þess að taka þátt í störfum þingsins í þessari viku og gert ráð fyrir að í þeim yrði lögð áhersla á mál sem tækju á brýnustu hagsmunamálum heimilanna og fyrirtækjanna í landinu. Hann hafi þó orðið fyrir vonbrigðum með dagskrá þingsins í gær og í dag enda væru þar engin mál í raun sem tækju á þeim málum. Spurði hann hvað þingið ætlaði að gera á síðustu dögum þingsins í þessum efnum.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, og Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tóku í sama streng og Árni og gagnrýndu þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins harðlega fyrir að stöðva eða tefja fyrir brýnum mál í þinginu líkt og um stjórn fiskveiða og Lánasjóð íslenskra námsmanna. Löng umræða færi fram um brýn mál en minniháttar mál færu í gegn án umræðu.

„Stjórnarandstaðan mun ekki þvælast fyrir þeim“

„Þessi ríkisstjórn ætti að byrja á því núna þegar fimm dagar eru eftir, eða fjórir dagar eru eftir af þinginu að fara yfir listann, skoða hvaða mál eru brýn, aðkallandi og áríðandi fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Tökum þau mál, stjórnarandstaðan mun ekki þvælast fyrir þeim, tökum þau mál og klárum þau,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hún aukmunarvert að ríkisstjórnin, sem gumaði sig af því að njóta meirihlutastuðnings í þinginu eftir að vantraust á hana var fellt í þinginu í gær, kenndi stjórnarandstöðunni um að hún kæmist ekki með mál í gegnum þingið.

Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir með Ragnheiði og benti á að fjölmörg mál hefðu verið að koma inn í þingið til fyrstu umræðu undanfarna daga sem stjórnarmeirihlutinn hefði lagt mikla áherslu á að yrðu afgreidd og komið til nefnda. Fyrir væru hjá nefndum þingsins mikill fjöldi mála sem ætti eftir að afgreiða til annarrar umræðu og þriðju umræðu. Útilokað væri að klára öll þessi mál fyrir þinglok. „Svo þarf maður, virðulegi forseti, að sitja hér í þingsalnum og hlusta á stjórnarliða tala um það að það sé verið að koma í veg fyrir það að mál klárist hér.“

mbl.is

Innlent »

„Hugsanlega - rétt hugsanlega“ von á hlýrra lofti

10:36 Trausti Jónsson veðurfræðingur veltir fyrir sér hvort hægfara breytingar til batnaðar séu í vændum á veðurlagi á landinu. Hann segir þetta enn spurningu en að á „þriðjudag og miðvikudag fer þó fram tilraun sem rétt er að gefa gaum þó líklegast sé að hún renni út í sandinn eins og þær fyrri“. Meira »

Í framúrakstri er slysið varð

10:16 Jeppar sem lentu í árekstri í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést, voru báðir á leið í vesturátt, þ.e. á leið í átt að Mosfellsbæ. Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

09:55 „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

09:31 Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »

Hildur hætt í VG

08:52 „Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“ Meira »

Þungbúið á landinu í dag

08:20 Þungbúið verður á landinu í dag og víða dálítil væta. Hiti verður 7 til 13 stig en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn ná þar allt að 17 stigum. Meira »

Ók aftan á bíl

07:16 Maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, ók aftan á annan bíl á Krossanesbraut á Akureyri í gærkvöldi.   Meira »

Ekið undir áhrifum um alla borg

07:08 Skúlagata, Ægisgata, Snorrabraut. Hafnarfjarðarvegur, Reykjavíkurvegur, Suðurfell. Suðurlandsvegur, Víkurvegur, Stórhöfði. Lögreglan stöðvaði í nótt fjölda ökumanna um allt höfuðborgarsvæðið sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Meira »

Ógnaði fólki með hnífi

06:47 Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Meira »

Beraði sig við Austurvöll

06:45 Á fjórða tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll. Dyraverðir á skemmtistað í bænum höfðu hann þá í tökum  Meira »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

Í gær, 19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »

Vill loka íslenskum sendiráðum

Í gær, 18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

Í gær, 17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Verktaki - Ráðgjöf - Verkefnavinna
Reynsluríkur lögg. iðnmeistari á besta aldri tekur að sér ýmis smáverk / ráðgjö...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...