Tvíburum synjað um dvöl

Að mati Útlendingastofnunar getur það eitt að eiga nána ættingja …
Að mati Útlendingastofnunar getur það eitt að eiga nána ættingja hér á landi ekki réttlætt útgáfu dvalarleyfis. mbl.is/Kristinn

Tvíburabræður sem eru nýsjálenskir ríkisborgarar en hafa dvalið hjá íslenskum föður sínum og tveimur bræðrum á Íslandi undanfarið ár fá ekki dvalarleyfi hér á landi samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar. Þeir þurfa því að yfirgefa landið í byrjun apríl.

Tvíburarnir sóttu um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar 16 dögum fyrir 18 ára afmæli sitt í fyrrasumar. Nauðsynleg gögn fylgdu á hinn bóginn ekki með og umsóknin var því ekki tekin til greina, m.a. vegna þess að Útlendingastofnun verður að hafa tekið slíka ákvörðun fyrir 18 ára afmælisdag viðkomandi.

Útlendingastofnun tók þá til athugunar hvort bræðurnir ættu rétt á dvalarleyfi í ljósi sérstakra tengsla þeirra við landið. Í ákvörðuninni er bent á að slíkt leyfi megi aðeins veita ef tengslin eru svo sterk að ósanngjarnt væri að veita það ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »