Varað við ísingu á vegum

mbl.is/Kristinn

Þar sem vegir hafa náð að blotna í dag, einkum suðvestan- og vestanlands, má reikna með að ísing myndist síðar í kvöld þegar kólnar og frystir aftur. Því til viðbótar er spáð smá éljum í kvöld og nótt hér og þar um vestanvert landið. Þetta segir veðurfræðingur Vegagerðarinnar.

Færð og aðstæður

Vegir á Suður- og Vesturlandi eru að heita má auðir en þoka er á Fróðárheiði og Vatnaleið.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir á stöku stað en hálka á Mikladal. Éljagangur er nokkuð víða á sunnanverðum fjörðunum og þoka á Þröskuldum.

 Greiðfært er að mestu á Norðurlandi vestra en norðaustanlands er hálka eða hálkublettir nokkuð víða og snjóþekja á Hólaheiði og Brekknaheiði.

Á Austurlandi er hálka á fjallvegum, þæfingur á Vatnsskarði eystra og snjóþekja á veginum frá Álftafirði í Hvalnes.

Hálkublettir eru nokkuð víða á öðrum leiðum.

Greiðfært er um Suðausturland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert