Erfitt að horfa framan í reitt fólk

Jón Gnarr, borgarstjóri, á fundinum í kvöld í Sæmundarskóla í ...
Jón Gnarr, borgarstjóri, á fundinum í kvöld í Sæmundarskóla í Grafarholti. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Hrunið er staðreynd sem við verðum að sætta okkur við. Það varð hérna hrun og þetta hrun hefur haft þau áhrif að fyrir utan að setja gríðarlegt álag á allt innra kerfi borgarinnar og starfsfólk þá hefur dregið út tekjum borgarinnar,“ sagði Jón Gnarr í síðari ræðu sinni á íbúafundi í Sæmundarskóla í Grafarholti í kvöld þar sem áform um uppbyggingu þjónustu í Úlfarsárdal voru kynnt. Vel á annað hundrað íbúar mættu til fundarins.

Sjö milljörðum minna úr að spila

„Við höfum í dag úr um það bil sjö milljörðum minna að spila en við höfðum árið 2008. Það hefur gert að verkum að við höfum þarft að fara í allskyns aðgerðir og bæði starfsfólk og stjórnmálamenn í borginni lagt á sig gríðarlega mikla vinnu við að reyna að leysa úr þessum vanda sem farsælast. Mér finnst oft, og hefur stundum dreymt það, að þetta sé eins og risa risa stórt púsluspil og alltaf að koma betri og betri mynd á það,“ sagði Jón.

„Höfum staðið í mörgum erfiðum málum“

„Ég skil ákaflega vel og ég er búinn að sitja marga fundi og margir reiðir og það er ekkert tilhlökkunarefni að mæta á fundi þar sem maður er að fara að horfa framan í fullt af fólki sem er ofsalega reitt af því að maður tekur ábyrgð á því sem hefur verið og mörg þung orð sem hafa fallið. Ég skil það gríðarlega vel og þessi vanmáttur sem maður upplifir af því að maður hefur drauma og væntingar sem maður sér ekki rætast. Við höfum staðið í mörgum erfiðum málum. Sameiningar grunn- og leikskóla sem var gríðarlega erfitt,“ sagði borgarstjóri í ræðu sinni.

Jón minntist á brunareiti víða sem hafi staðið eftir hrun og að mikilli vinnu hafi verið eytt í þá. Hann nefndi Orkuveitu Reykjavíkur og verkefni tengd henni og verkefni tengd tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu.

Tekist á við atvinnuleysi og útigangsfólk

„Síðan höfum við verið að takast á við atvinnuleysi, útigangsfólk og komið að byggingu nýs landspítala svo það er að gríðarlega mörgu að hyggja. Mér finnst allir hafa unnið að heilindum og metnaði. Stjórnmálamenn í borginni úr öllum flokkum, meirihluta og minnihluta, eru að leiða okkur sem farsælast í gegnum þessa erfiðu tíma. Við stöndum vissulega á erfiðum tímum og efnahagsástandið á Íslandi og í öllum heiminum einkennist af mikilli óvissu,“ sagði Jón.

Jón gerði umræðu um miðborg Reykjavíkur að umtalsefni, en fólk gagnrýndi nokkuð á fundinum að miklum fjármunum yrði varið þar á meðan lítið yrði gert á næstunni í Úlfarsárdal. Í því samhengi voru framkvæmdir við Sundhöll Reykjavíkur nefndar: „Varðandi miðbæinn - maður heyri þetta oft að það sé óþarflega mikil áhersla lögð þar. Ég er því ekki sammála mér finnst athyglin dreifast nokkuð jafnt yfir borgina en það eru ákveðin tækifæri sem við höfum í aukinni ferðaþjónustu. Það er áhætta í því líka og við þurfum að vanda mjög vel til verka þar. Nú er það þannig að ferðamennska til Íslands og Reykjavíkur hefur aukist gríðarlega mikið.“

„Njótum öll góðs af því“

„Við fáum stærsta hluta gjaldeyristekna okkar af ferðamönnum. Njótum öll góðs af því. Þetta snýst um forgangsröðum fjármuna - það er að segja að við reynum að ráðstafa fjármunum eins og maður telur skynsamast,“ sagði Jón.

mbl.is

Innlent »

Brýnt að greina stöðu barna

09:20 Umboðsmaður barna telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu barna í íslensku samfélagi. Þetta kom fram í samræðum umboðsmanns, Salvarar Nordal, og forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, í gær. Meira »

Ályktað um aðflug

09:12 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum að taka undir bókun Ferðamálafélags Eyjafjarðar um að tryggja þurfi öruggt aðflug að Akureyrarflugvelli. Meira »

Varað við tjörublæðingum

07:04 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði.   Meira »

Bara leiðindaveður í kortunum

05:54 Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun. Meira »

Aron Leví endurkjörinn formaður

05:43 Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, í gærkvöldi.  Meira »

Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

05:40 Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoða við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. Meira »

Umferðin gæti tafið sjúkraflutningana

05:30 Gangi áform um stóraukna notkun almenningssamgangna við nýja Landspítalann ekki upp gæti það torveldað sjúkraflutninga.  Meira »

Íslendingur í haldi í Malaga

05:33 Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni sem einnig er íslensk. Meira »

Stökkbreytt gen eykur hættu á sortuæxli

05:30 Sortuæxli er það krabbamein sem hefur hvað mesta ættgengistilhneigingu að sögn Hildar Bjargar Helgadóttur krabbameinslæknis. Stökkbreyting í geninu CDKN2A getur legið í ættum og þeir einstaklingar sem eru með hana eru í meiri hættu á að fá sortuæxli. Meira »

VG heldur forval við val á lista í borginni

05:30 Vinstri-græn í Reykjavík ákváðu á félagsfundi í gærkvöldi að halda rafrænt forval við val á lista flokksins í borginni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Óska eftir úttekt á starfinu í Krýsuvík

05:30 Stjórn Krýsuvíkursamtakanna hefur óskað eftir að embætti landlæknis geri úttekt á starfsemi Meðferðarheimilisins í Krýsuvík.  Meira »

Kalt um allt land á morgun

Í gær, 22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Í gær, 22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

Laus úr varðhaldi en er í farbanni

Í gær, 21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

Í gær, 19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

Í gær, 21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

Í gær, 20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

Í gær, 19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Ford Ranger double cab,4x4 Diesel 2005
Ford Ranger díesel 2005 double cab með húsi,ekinn 294þ.5 gíra.góð dekk, smurbók,...
 
Skrifstofuherbergi til leigu
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuherbergi til leigu Til leigu...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...