Rannsókn á máli Karls Vignis lokið

Karl Vignir hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 9. janúar.
Karl Vignir hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 9. janúar. Ljósmynd/Pressphotos.biz

Karl Vignir Þorsteinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 3. apríl. Hann mun þá hafa setið í varðhaldi lögreglu í tæpa 3 mánuði eða síðan 9. janúar. Síðast var gæsluvarðhaldið framlengt um mánuð í lok febrúar og átti að renna út í dag.

Samkvæmt Rúv mun rannsókn á máli Karls Vignis lokið og verður það nú sent til ríkissaksóknara þar sem ákvörðun verður tekin um hvort Karl Vignir verður ákærður. Ekki náðist í Björgvin Björgvinsson yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Karl Vignir hefur játað að hafa níðst á fjölda barna um áratugaskeið. Hann var handtekinn í kjölfar umfjöllunar Kastljóssins í janúar og í kjölfarið kom fram fjöldi nýrra kæra gegn honum, þar á meðal sumar vegna kynferðisbrota sem ekki eru fyrnd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert