„Ekkert hjarta“ í Sævari Ciesielski

Sævar Ciesielski reyndi tvívegis að fá Guðmundar- og Geirfinnsmál endurupptekin ...
Sævar Ciesielski reyndi tvívegis að fá Guðmundar- og Geirfinnsmál endurupptekin fyrir Hæstarétti. mbl.is/Ásdís

Sævar Ciesielski sætti gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í 1.533 daga, þar af 615 daga í einangrun í Síðumúlafangelsi.

Hann virðist hafa verið yfirheyrður a.m.k. 180 sinnum í samtals 340 klukkustundir, rúma 14 sólarhringa, í gæsluvarðhaldi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins á tveggja ára tímabili frá desember 1975 til 1977. Gera má ráð fyrir að heildartíminn sé mun lengri því tímalengd sumra viðtala sé ekki skráð.

Í dagbók Síðumúlafangelsisins koma fram færslur sem lýsa mjög neikvæðum viðhorfum í hans garð. Þá eru í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins birt nokkur dæmi þar sem unnt var að staðfesta frásagnir Sævars sjálfs af illri meðferð.

Játning en engin atvikalýsing

Sævar hafði þegar setið í gæsluvarðhaldi í 9 daga og verið yfirheyrður í samtals 20 klukkustundir vegna póstsvikamálsins, áður en formlegar yfirheyrslur vegna Guðmundarmálsins hófust í Síðumúlafangelsi hinn 21. desember 1975. Hann var þá aðeins tvítugur að aldri.

Daginn eftir var hann svo yfirheyrður þrisvar sinnum í samtals 7 klukkustundir og tekin af honum skýrsla, þar sem fyrsta játning hans í því máli kemur fram.

Í skýrslu starfshóps um málið segir að athygli veki hve stutt skýrsla lögreglu er frá þessum degi, aðeins ein A4 blaðsíða, og án lýsinga á játningunni. Þar segir einfaldlega í lokin „Sævar lýsti atburðarásinni þannig að „átök höfðu átt sér stað í íbúðinni við Hamarsbraut, sem lauk með því að Guðmundur beið bana.““

Nánari lýsing á því sem gerðist kemur ekki fram í skýrlu lögreglu frá yfirheyrslunni. Þá vekur athygli að undirskrift Sævars er ekki á skýrslunni og ekki lögmanns hans, heldur aðeins rannsakendanna.

Óútskýrð ökuferð

Eftir að þessi fyrsta játning Sævars kom fram 21. desember leið hálfur mánuður þar til önnur skýrslutakan fór fram 4. janúar 1976, og tók hún 5 klukkustundir. Í millitíðinni, eða 27. desember, var farið með Sævar í „ökuferð“ í tæpar þrjár klukkustundir, en ekki liggur fyrir hver tilgangur þeirrar ferðar var. Hinn 12. janúar var einnig farið með hann í tveggja klukkustunda „útsýnisferð“.

Hinn 22. janúar játaði Sævar einnig aðild að Geirfinnsmálinu en þá hafði hann verið yfirheyrður 8 sinnum í samtals tæpar 24 klukkustundir á 10 dögum. Á næstu mánuðum var Sævar ítrekað yfirheyrður, teknar af honum skýrslur og nokkrum sinnum farið með hann út úr fangelsinu. Efni sumra þessara yfirheyrslna liggur ekki fyrir og ekki er tilgangur allra ferðanna út úr fangelsinu ljós. Ljóst er þó að nokkrar ferðanna voru farnar til að leita að líki Guðmundar Einarssonar, en allar án árangurs. 

Framburður Sævars var allan tímann mjög óstöðugur, því hann ýmist játaði eða neitaði aðild að málunum tveimur. Ekki reyndist unnt að staðfesta trúverðugleika framburðar hans, ekki var um staðfestan brotavettvang að ræða og ekki tókst að finna lík mannanna tveggja þrátt fyrir margar og langar yfirheyrslur og vettvangsferðir.

„Skoffínið“ og „dýrið“ Sævar Ciesielski

Í skýrslunni sem gefin var út í dag er vitnað í nokkrar færslur úr dagbók Síðumúlafangelsisins sem lýsa mjög neikvæðum viðhorfum rannsakenda, fangavarða og lögmanns Sævars til hans. Fangaverðir kalla hann t.d. ýmsum nöfnum, s.s.  „helvítið“, „dýrið“ og „skoffínið“.

Hinn 12. júlí 1976 bókaði Jón B. Sveinsson fangavörður eftirfarandi í dagbókina:

„Sævari var boðið lyf að venju en neitaði í tvígang að taka það „Í votta viðurvist tjáði hann okkur, að um væri að kenna hjartveiki sinni. En áður hefur komið fram, að mati læknis, að ekkert sé að hjartanu í honum. Sævar fær engin lyf þar til annað verður ákveðið af lækni. Hinsvegar er það mitt mat, og jafnvel annara, að ekkert hjarta sé í Sævari Marinó Ciesielski.“

Í maí 2012 tók starfshópur innanríkisráðuneytisins viðtal við fyrrverandi fangaverði og sagði einn þeirra frá því að á sínum tíma hafi það verið rætt meðal fangavarða að brjóta Sævar niður til að fá fram játningu með því að notfæra sér veikleika hans, en vitað var að hann var vatnshræddur. Sagðist fangavörðurinn hafa orðið vitni að einu atviki þar sem höfði Sævars var dýft í vatn til að hræða hann.

„Nötraði og skalf ég við ótta og hræðslu“

Sjálfur lýsir Sævar þessu í skrifum sínum 3. mars 1977, rúmum sjö mánuðum eftir að þetta gerðist. Í skýrslu starfshópsins segir að frásögn hans sé trúverðug, en fangaverðirnir sem veittust að honum þennan dag voru þrír saman. Sævari segist svo frá:

„Hann bað fangavörð […] að aðstoða sig að dífa mér ofaní sem hann gerði tók hann um lappir og hélt þeim uppi, og dífðu mér nokkrum sinnum í vatnið, […] spurði í trek sömu spurníngarna. Síðan var ég settur inn í klefa og var vánkaður orðin gjörsamlega farin á taugum. [...] Það liðu nokrar mínondur þá kemur hann […] aftur og leikur sama leikin þar til ég er farin að öskra og lig þá á gólvinu renandi blautur og var farin grenja hann spurði það sama og ég svaraði honum það sama sem ég hafði sagt honum, kemur þá [fangavörður sá sem starfshópurinn ræddi við] og segir að þetta sé nó í bili, og var farið með mig inn í klefa og skellt í lás notrað og skalf ég við ótta og hræðslu alveg farin á taugum.“ 

Í skrifum sínum fjallar Sævar um líðan sína og nefnir fleiri atriði sem gefa til kynna að hann hafi verið beittur illri meðferð í fangelsinu en í skýrslunni er aðeins fjallað um þau atriði sem unnt var að staðfesta, s.s. þegar Sævar var sviptur svefni með því að láta ljósið loga í klefa hans allan sólarhringinn í tvo mánuði./p>

Sævar aldrei ofbeldisfullur

Annar fyrrverandi fangavörður í Síðumúlafangelsi sagðist, í viðtali við starfshópinn í maí 2012, muna vel eftir sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hann sagði að þeim öllum hefði liðið illa í gæsluvarðhaldinu og að Sævar hefði átt „mjög bágt“.

Fangavörðurinn fyrrverandi sagðist aldrei hafa séð ofbeldisfulla hegðun hjá Sævari, sem hefði verið mjög upptekinn við að ræða sakamálin tvö. Enn einn fangavörður lýsti því yfir árið 1996, þegar Sævar fór fram á endurupptöku málsins í Hæstarétti, að einangrun sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefði verið strangari en venja var til.

„Allt virtist þetta vera gert í því skyni að fá fram játningar sakborninga sem allra fyrst, en í fangelsinu ríkti sú fyrirvaralausa skoðun að sakborningarnir væru sekir,“ sagði fangavörðurinn fyrrverandi. Hann minntist þess einnig að a.m.k. einn fangavörður hefði skemmt sér við að hræða Sævar og halda honum vakandi með því að berja útvegg klefa hans með grjóti.

Dæmigerð einkenni um ranga sakfellingu

Í niðurstöðu starfshópsins um Sævar Ciesielski segir að hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir hans í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, voru óáreiðanlegir.

Játningar hans í báðum þessum málum beri þess merki að hann hafi ekki ráðið við þrýsting rannsakenda og látið undan honum. Sævar virðist hafa játað aðild að málunum með skammtíamávinning í huga, þ.e. til að losna undan þrýstingi við yfirheyrslurnar og til að draga úr vanlíðan sinni, enda hafi aðstæður í gæsluvarðhaldinu verið honum erfiðar.

Mat starfshópsins er að niðurstöður Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hvað Sævar varðar beri þrjú megineinkenni sem oft sjáist í málum þar sem um ranga sakfellingu sé að ræða. Þ.e.:

  1. Fyrirfram ákveðin sekt sakbornings: Rannsakendur hafi frá byrjun ekki aðeins verið sannfærðir um sekt Sævars heldur hafi þeir haft rörsýn á aðkomu hans og því ekki kannað hvort hann segði satt frá þegar hann sagðist hafa verið í Hveragerði og hjá vinkonu sinni í Kópavogi kvöldið sem Guðmundur hvarf.
  2. Óeðlilegar þvinganir: Ljóst er að hann sætti illri meðferð, var haldið óhóflega lengi í einangrun og yfirheyrslur yfir honum voru óeðlilega margar og langar.

  3. Spilliáhrif: Með því er átt við að Sævar hafi ekki einungis verið yfirheyrður óhóflega oft og lengi, heldur virðist mikið hafa verið um óformleg samskipti við hann í klefa hans, sem talið er skapa mikla hættu á því að óviðeigandi upplýsingar mengi eða spilli rannsókn mála.

Frá sálfræðilegu mati á áreiðanleika framburðar Sævars Marinós Ciesielski segir í kafla 19.2.2. í

skýrslu starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálið.
Sævar Ciesielski í réttarsal vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins.
Sævar Ciesielski í réttarsal vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins.
Síðumúlafangelsið þar sem Sævari Ciesielski var haldið í 1.533 daga, ...
Síðumúlafangelsið þar sem Sævari Ciesielski var haldið í 1.533 daga, þar af 615 daga í einangrun.
Blaðamannafundur innanríkisráðherra og starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í dag.
Blaðamannafundur innanríkisráðherra og starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í dag. mbl.is/Rósa Braga
Morgunblaðið 3. febrúar 1977. Þrír menn játað að hafa ráðið ...
Morgunblaðið 3. febrúar 1977. Þrír menn játað að hafa ráðið Geirfinni bana.
mbl.is

Innlent »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »

Samningaviðræður áfram í hættu

Í gær, 19:47 Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar að dómi í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að viðræður verði í hnút um áramótin. Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn. Meira »

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 19:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja mann sem slasaðist á fjórhjóli á Skógaheiði. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en vegna staðsetningar mannsins og gruns um hryggáverka þótti öruggast að kalla út þyrluna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Stefnir í tvöfaldan pott í Lottó næst

Í gær, 19:24 Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í tvöfaldan pott í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út en einn miðahafi hlaut 2. vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Happahúsinu, Kringlunni. Meira »

Langir biðlistar eftir þjónustu

Í gær, 17:51 Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »

Skoðaði ekki sjúkraskrá af forvitni

Í gær, 17:34 Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi mátt skoða sjúkraskrá konu sem hafði kvartað til landlæknis yfir veitingu þjónustu á heilbrigðisstofnuninni. Meira »

Læknanemar lækna bangsa

Í gær, 16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

Í gær, 15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

Í gær, 14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

Í gær, 13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

Í gær, 13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

Í gær, 12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »

Kanna fingraför þjófanna

Í gær, 11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

Í gær, 11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

Í gær, 10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »

„Ég gat ekkert gert“

Í gær, 09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

Í gær, 08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

Í gær, 08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Dæmi um handsmíðað par úr silfri með alexandrite-steini, sem gefur mikið litafló...
Volkswagen, VW Transporter 2016
Bíllinn kom á götuna 25.11.2016 og er ekinn 18.750 km Mikið af aukahlutum. Ve...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...