Margir lesa aldraða Heklufrétt

Hekla séð frá Gunnarholtsvegi.
Hekla séð frá Gunnarholtsvegi. mbl.is/Sigurður Bogi

Ein af mest lesnu fréttunum á mbl.is í dag var skrifuð fyrir rúmum 13 árum síðan undir fyrirsögninni: „Eldgos hafið í Heklu“, nánar tiltekið þann 26. febrúar árið 2000. Fréttinni hefur verið deilt á Facebook og samskiptamiðlum og hefur þeim sem láðist að líta á dagsetningu fréttarinnar væntanlega brugðið í brún við lesturinn.

Í fréttinni segir að starfsmaður Landsvirkjunar í Vatnsfellsvirkjun hafi hringt í Ríkisútvarpið  og tilkynnt að hann hefði séð eldglæringar í Heklu.

Gosið sjáist einnig víðar af Suðurlandi og allt frá Vestmannaeyjum. „Að sögn íbúa í Mýrdal er mökkurinn mjög hár og stefnir í suð-austur. Að sögn kunnugra er mökkurinn svipaður og var í stórgosinu 1947. Þenslumælingar gefa til kynna að gosið hafi hafist um klukkan 17:10,“ segir í þessari frétt mbl.is frá 26. febrúar 2000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert