60.000 skoðuðu Heklu í vefmyndavél Mílu í gær

Skjáskot úr vefmyndavél Mílu af Heklu.
Skjáskot úr vefmyndavél Mílu af Heklu. Skjáskot/http://www.livefromiceland.is/webcams/hekla/

„Á venjulegum degi fáum við tíu til tólf þúsund heimsóknir á síðuna en þær hafa farið upp í 60 þúsund í dag.“

Þetta segir Sigurrós Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Mílu, um heimsóknir á heimasíðu þeirra í gær til að sjá Heklu í beinni útsendingu í framhaldi af fréttum um jarðhræringar í eldfjallinu.

„En þetta eru aðallega íslenskar heimsóknir svo það er greinilegt að margir fara oft inn að kíkja,“ segir Sigurrós og bætir við: „Þetta er mjög skemmtilegt og við erum með mjög gott sjónarhorn á fjallið í beinni sjónlínu. Ef þetta verður túristagos mun þetta koma vel út.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »