Óvissustig enn í gildi

Fólk er varað við ferðum á Heklu.
Fólk er varað við ferðum á Heklu. mbl.is/Sigurður Bogi

Minniháttar skjálfti varð við Heklu í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var skjálftinn ekki á sama svæði og skjálftarnir sem mælst hafa norðaustur af Heklu síðan 10. mars á þessu ári.

Sérfræðingar fylgjast grannt með stöðu mála. Óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu hefur ekki verið aflétt.

Fólk varað við ferðum á Heklu

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Hvolsvelli vöruðu í gær við ferðum fólks á Heklu á meðan óvissustig er í gildi. „Fyrirvarinn getur verið stuttur ef það fer að gjósa,“ segir Kjartan. „Meðan þetta óvissustig er í gangi vörum við við því að fólk fari á fjallið.“

Þetta er aðeins viðvörun og hefur gönguleiðum fjallsins ekki verið lokað. Aðspurður segir Kjartan ekki vita þess að fólk hafi gengið á fjallið í gær.

Frétt mbl.is: Óvissustig vegna Heklu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert