Er besti Búlluborgarinn í London?

Búllan í London.
Búllan í London. mbl.is/Ingibjörg Rósa

Við fengum góðan slátrara í Skotlandi, sem fær kjöt frá litlum býlum þar og svo látum við hann meðhöndla kjötið á svolítið sérstakan hátt. Við ætluðum fyrst að finna kjöt sem líktist kjötinu í hamborgurunum heima en ákváðum svo einfaldlega að finna besta mögulega kjötið og duttum niður á þetta eftir margra daga smökkun frá hátt í tuttugu slátrurum,“ segir Sigurður, sem alltaf er kallaður Siggi. Hann starfaði á Búllunni á Íslandi í sex vikur áður en hann flutti út með fjölskylduna til að byggja upp staðinn í London og líkar vel. „Hamborgaramenningin í London hefur stökkbreyst á síðasta áratug, þeir hafa farið úr þessum mikið unnu, hálfgerðu fars-borgurum í það sem kallast „gourmet-fast-food“ hamborgara.“

Samkeppnin var því sannarlega til staðar og skammt frá Búllunni í Marylebone eru tveir aðrir vinsælir hamborgarastaðir, Búllan virðist þó njóta góðs af því ef eitthvað er. „Þetta svæði er stundum kallað „The Golden Hamburger Triangle,“ segir Siggi en þótt Tommi‘s Burger Joint taki einungis 24 í sæti eru daglega seldir á bilinu 250-480 hamborgarar. „Við erum með mjög mikið af fastakúnnum, Marylebone er þannig hverfi, íbúarnir halda tryggð við það. Eins kemur mikið af skólakrökkum hingað og svo dettur inn fólk sem hefur lesið um okkur og vill prófa. Íslendingar koma hins vegar ekki jafn mikið og ég hafði búist við, en þó oftast einhver á hverjum degi.“

Húsnæðið á Marylebone Lane er einungis tímabundið og mun Tommi‘s Burger Joint loka staðnum eftir páska og flytjast á nýjan og betri stað í sama hverfi þar sem opnað verður í maí eða júní.

Aðdáendur hamborgaranna þurfa þó ekki að örvænta því í millitíðinni opnar Tommi annan stað í byrjun apríl austar í stórborginni, í Boxpark í Shoreditch hverfinu.

Tommi sjálfur, Tómas A. Tómasson, heimsækir staðinn í London reglulega og rekur einmitt inn nefið þegar blaðamaður er um það bil að sökkva tönnunum í safaríkan hamborgara. „Er hann ekki góður? Þetta eru bestu Búlluborgararnir, þeir eru betri hér en heima,“ fullyrðir Tommi og pantar sér steikarborgara. Blaðamaður getur ekki annað en samsinnt, enda með munninn fullan af gómsætum breskum Búlluborgara, með bernaise.

„Við fáum kjötið frá HG Walter, verðlaunuðum slátrara í Skotlandi. Angus kjötið er af nautgripum sem ganga frjálsir og nærast á grasi eingöngu. Það skiptir miklu máli því ef dýrinu líður ekki vel verður kjötið af því ekki gott,“ segir Siggi.

„Í hefðbundna borgarann okkar notum við það sem hér kallast „chuck“ og er hluti af framhryggnum. Við það er svo bætt a.m.k. 20% fitu. Fituinnihaldið er mjög mikilvægt því að fitan gerir borgarann bæði safaríkari og bragðbetri. Við látum hakka kjötið frekar gróft, tvisvar sinnum í gegnum 8mm plötu, og síðan er borgarinn handpressaður sem gerir það að verkum að hann verður mun lausari og engin hætta á að hann verði seigur.

Ólíkt því sem menn þekkja kannski með steikur, þar sem best er að láta kjötið ná stofuhita fyrir eldun, er best að hamborgarinn sé sem allra kaldastur. Mikilvægt er að grillið sé sjóðheitt, til að það myndist góð steikarskorpa áður en hann eldast alla leið í gegn. Við tvískiptum grillinu okkar, öðru megin er það blússandi heitt og þar setjum við borgarann fyrst. Svo er hann kryddaður með salti og pipar. Aldrei setja salt í kjötið áður en borgarinn er pressaður. Borgarinn er grillaður snöggt og vel á fyrstu hliðinni þar til hann er gullinbrúnn og fallegur, þá er honum snúið við og brúnaður hinum megin. Því næst færum við hann á hinn hluta grillsins, sem er ekki jafn heitur, og þar er hann eldaður þar til hann er fallega „medium“. Þá er hann settur í hvíld á volgan stað í um 2 mínútur. Allt tekur þetta um 10 til 12 mínútur,“ segir Siggi.

mbl.is/Ingibjörg Rósa

Bloggað um fréttina

Innlent »

mbl.is tilnefndur

00:01 Morg­un­blaðið og mbl.is eru til­nefnd til blaðamanna­verðlauna fyr­ir árið 2017 en dóm­nefnd á veg­um Blaðamanna­fé­lags Íslands hef­ur birt til­nefn­ing­ar sín­ar til verðlaun­anna sem verða afhent í Hörpu laugardaginn 3. mars. Meira »

Flóð við N1 - myndband

Í gær, 22:38 Vatn flæðir upp á miðjar bensíndælur við N1 í Skógarseli. Vinnuvélar eru á svæðinu og verið er að reyna að fjarlægja ís frá niðurföllum. Meira »

Skoða mál stúlku sem skilin var eftir

Í gær, 21:46 Strætó skoðar nú mál þar sem stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin ein eftir á röngum áfangastað. Ljóst er að pöntunin sem móðir stúlkunnar sendi inn var hárrétt en rangt skráð inn í kerfið af starfsmanni Strætó. Meira »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »

Lífið er íslenskur saltfiskur

Í gær, 20:07 Matreiðslumeistararnir Guillem Rofes, Jordi Asensio og Francisco Diago Curto frá Barcelona urðu hlutskarpastir í keppninni Islandia al Plat, sem Íslandsstofa hélt þar í borg í tengslum við kynningu á íslenskum saltfiski í haust sem leið. Meira »

Mikið um vatnsleka vegna veðurs

Í gær, 20:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu á í nógu að snúast með að sinna útköllum vegna vatnstjóns. Mikil úrkoma og klaki yfir niðurföllum veldur því að mikill vatnsflaumur hefur myndast víða. Meira »

Bragi sóttist sjálfur eftir breytingu

Í gær, 20:00 Ársleyfi Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, frá stofnuninni tengist ekki kvörtunum frá barna­vernd­ar­nefnd­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í hans garð. Hann sóttist sjálfur eftir breytingu í starfi. Meira »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

Í gær, 19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

Í gær, 19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

Í gær, 18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

Í gær, 18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

Í gær, 18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

Í gær, 17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

Í gær, 18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

Í gær, 17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað dr. Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

Í gær, 17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »
Heimavík
...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
HYUNDAI ix35, 2010
Nýskr. 12/2010, ekinn 99 þ.km, bensín, sjálfsk. 6 gíra, 4x4, góð heilsársdekk, s...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...