Óvissustigi almannavarna aflétt af Heklu

Óvissustigi almannavarna hefur nú verið aflétt af Heklu en áfram …
Óvissustigi almannavarna hefur nú verið aflétt af Heklu en áfram verður þó fylgst með fjallinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglustjórinn á Hvolsvelli og almannavarnanefnd Rangárvalla- og V-Skaftafellsýslu hefur ákveðið að aflétta óvissustigi af Heklu frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Hvolsvelli.

Þar segir að þetta sé gert til samræmis við ákvörðun Veðurstofunnar um að færa viðvörunarstig Heklu af gulu niður í grænt hvað varðar flugumferð. Áfram verður þó fylgst með fjallinu sem fyrr.

„Eðlilegt ástand“ á ný við Heklu


mbl.is