Guðbrandsbiblía boðin upp hjá Bruun

Guðbrandsbiblía.
Guðbrandsbiblía. mbl.is/Eyþór

Eintak af Guðbrandsbiblíu verður boðið upp hjá danska uppboðshúsinu Bruun Rasmussen 16. apríl næstkomandi. Uppboðið fer fram í gegnum netið og hefst 15. apríl.

Uppgefið matsverð á heimasíðu Bruun Rasmussen er 80.000-100-000 danskar krónur eða 1,7-2,1 milljón íslenskra króna.

Guðbrandsbiblía var upphaflega prentuð í 500 eintökum en einungis er talið að eftir standi 30 eintök, þar af eru tvö þeirra á þjóðdeild Þjóðarbókhlöðunnar. Guðbrandur Þorláksson biskup lét fyrstur Íslendinga prenta biblíu á Hólum 1584.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert