Veiða sér til matar í róðri milli Noregs og Íslands

Fjórir Íslendingar hyggjast róa á milli Noregs og Íslands í sumar. Til verksins nota mennirnir sérstakan úthafsróðrabát til að róa yfir Norður-Atlantshafið. Enginn hefur gert þetta áður svo vitað sé til. 

Róið verður í fyrsta áfanga frá Noregi til Orkneyja og þaðan áleiðis til Færeyja áður en farið er til Íslands. Saga Film hefur hafið tökur á heimildamynd um leiðangurinn.

Stysta leið á milli landanna er 1600 kílómetrar en að sögn Eyþórs Eðvarðssonar, sem er einn fjórmenninganna, má gera ráð fyrir því fyrir því að ferðin sé um 2500 kílómetrum í sjó vegna straums og vinda. Auk Eyþórs verða þeir Einar Örn Sigurdórsson, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox með í för. 

Leggja af stað á þjóðhátíðardegi Norðmanna

Hann segir að meðalhraðinn sé um 5 kílómetrar á klukkustund. Lagt verður af stað frá Kristiansand, 17. maí á þjóðhátíðardegi Norðmanna. „Við verðum vonandi komnir til Íslands undir lok júlí eftir það getur verið allra veðra von og ekki eins gott að róa í slíkum aðstæðum,“ segir Eyþór.

Bátinn keyptu þeir frá Hollandi. Hann vegur 1,6 tonn og er útbúinn rými til gistingar auk stjórnklefa. Eyþór segir tvo róa í einu á meðan tveir hvíla sig allan sólarhringinn. Hann segir að hugmyndin hafi kviknað út frá kappróðrardegi á sjómannadeginum. Vistir til þriggja mánaða verða um borð.

„Við erum líka með eimingargræjur sem gera okkur kleift að eima vatn. Við þurfum mikið að drekka. Svo erum við með veiðistöng sem við getum notað til að veiða okkur til matar,“ segir Eyþór.

Verða líklega sjóveikir 

Hann segir að báturinn verði í sambandi við Siglingamálastofnun á hverjum degi. Allir hafa þeir farið í slysavarnarskóla sjónmanna. Allir eiga mennirnir rætur að rekja til Vestfjarða og hafa unnið við sjóstörf. „En við verðum líklega sjóveikir, við sleppum líklegast ekki við það,“ segir Eyþór.

Undirbúningur ferðarinnar hófst fyrir einu og hálfu ári. ,,Við höfum nýtt tímann í að koma okkur í form. Við höfum róið í um klukkutíma á dag, lækkað púlsinn til að vera eins og góð dísilvél. Við munum brenna upp undir 7 þúsund kaloríum á sólarhring. Því þurfum við að borða, drekka og sofa vel. En við munum grennast það er ljóst,“ segir Eyþór.

Á slóðir Auðar djúpúðgu

Báturinn heitir Auður djúpúðga eftir kvenskörungnum mikla. „Hún tengir saman allt svæðið sem við róum um. Hún er frá Noregi, hún kynntist Ólafi Hvíta á Orkneyjum, svo fór hún til Færeyja líka. Í Orkneyjum munum við hitta fyrir sagnamann sem segir frá tengslum Íslendinga við Orkneyjar, sama verður gert í Færeyjum. Íslendingar skrifuðu sögu Færeyinga og sögu Orkneyinga. Því viljum við minna á þessi sögulegu tengsl sem þarna eru,“ segir Eyþór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

Stormur og rigning á leiðinni

06:39 Gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm undir kvöld á Suður- og Vesturlandi. Hlýnar með rigningu á láglendi. Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands ráðleggur fólki að huga að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón. Meira »

Umferðartafir á Hellisheiði

Í gær, 21:43 Umferðartafir eru á Hellisheiði (Skíðaskálabrekkunni) um óákveðinn tíma en þar lentu saman lítil rúta og jeppi. Ekki er talið að nein slys hafi orðið á fólki en mikið hefur verið um árekstra í allan dag á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Er þetta ekki bara frekja?“

Í gær, 20:24 Hann er 23 ára gamall og á í fá hús að venda þar sem hann hefur glímt við fíkni- og geðvanda. Allt frá því í barnæsku hefur hann verið erfiður. Tíu ára gamall var hann greindur með mótþróaþrjóskuröskun og samskipti við annað fólk hafa alltaf reynst honum erfið. Meira »

Góðar fréttir af Leo og foreldrum hans

Í gær, 20:20 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og sonur þeirra Leo, fengu þær góðu fréttir í vikunni að þýsk yfirvöld hafi ákveðið að endurskoða umsókn þeirra um alþjóðlega vernd í Þýskalandi. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Antik bollar, kaffikanna og sykurkar
Til sölu ónotað fallegt 6 manna bollastell með gyllingu. Verð 15000 kr. Uppl í ...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...