Umhverfi Goðafoss ber merki eftir átroðning

Ferðamönnum fjölgar og ferðamannatímabilið hefur lengst. Fleiri koma nú á …
Ferðamönnum fjölgar og ferðamannatímabilið hefur lengst. Fleiri koma nú á vorin þegar gróður er viðkvæmur. mbl.is/Helga A. Erlingsdóttir.

Árbakkar við Goðafoss eru illa farnir af átroðningi ferðamanna og nauðsynlegt að bregðast við. Búið er að sækja um styrk til deiliskipulags en framkvæmdir geta ekki hafist fyrr en á næsta ári.

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, segir að athugasemdir hafi í gegnum tíðina borist frá ferðaþjónustufyrirtækjum, einkum vegna skorts á salernum við fossinn.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir hún á, að þrír landeigendur eigi landið við fossinn en þeir njóti engra tekna af ferðamönnum og tekjur sveitarfélagsins af fossinum séu engar. Ferðaþjónustufyrirtæki fái hins vegar tekjur af ferðamönnum sem þeir fara með að fossinum en leggi ekkert til á móti. Gjaldtaka sé ekki talin raunhæf, m.a. vegna kostnaðar við innheimtu á staðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »