Getur hindrað framgang réttvísinnar

Sigurður Líndal, prófessor.
Sigurður Líndal, prófessor. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ef verjendur geti sagt sig frá sakamálum með þeim afleiðingum að meðferð málanna frestist geti það auðveldlega hindrað framgang réttvísinnar.

„Krafan um að lögmenn taki að sér verjendastörf yrði merkingarlaus ef menn gætu sagt sig frá málinu á hvaða tíma sem er. Það gengur bara ekki upp,“ segir Sigurður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Gestur Jónsson og Ragnar Hall, verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, mættu ekki við upphaf aðalmeðferðar Al Thani-málsins í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og var aðalmeðferðinni því frestað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert