Komnir í grunnbúðir Everest

Guðmundur Stefán Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson í grunnbúðunum
Guðmundur Stefán Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson í grunnbúðunum

Guðmundur Stefán Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson komu í grunnbúðir Everest síðastliðinn föstudag en félagarnir stefna á að ná toppi fjallsins um miðjan maí. Grunnbúðir Everest sunnan megin í fjallinu eru staðsettar í tæplega 5.400 metra hæð yfir sjávarmáli.

Þeir Ingólfur og Guðmundur flugu utan laugardaginn 30. mars. Hinn 3. apríl hófst gangan í Luklan en þaðan er um það bil 60-70 kílómetra leið upp í grunnbúðir Everest og er hækkunin um 2.600 metrar.

 Á leiðinni í grunnbúðir dregur mjög úr súrefni í andrúmsloftinu og því er ákaflega mikilvægt að fara sér hægt enda flestir leiðangursmanna að koma af svæðum við sjávarmál. Reynslan hefur því kennt mönnum að fara sér hægt og leyfa líkamanum að laga sig að súrefnisskortinum hægt og bítandi. Með því móti komast flestir hjá því að finna fyrir hæðarveiki sem oft er  fylgifiskur í göngum á há fjöll, segir í tilkynningu.

Aðeins hafa fjórir íslenskir fjallgöngumenn komist á topp Everest. Fyrstir voru Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Því næst komst Haraldur Örn Ólafsson á tindinn árið 2002.

Guðmundur og Ingólfur Geir hafa stundað fjallamennsku af miklum móð síðastliðin tíu ár. Hafa þeir m.a. komist á tind Kilmanjaro, Elbrus, Aconcagua og fleiri þekkta tinda í Perú og Ölpunum. Þetta verður þó fyrsta stóra fjallið sem þeir klífa saman.

Á réttum aldri fyrir Everest

 Hér er hægt að fylgjast með ferðalagi þeirra

Guðmundur Stefán og Ingólfur Geir á gönguleiðinni í grunnbúðir skammt …
Guðmundur Stefán og Ingólfur Geir á gönguleiðinni í grunnbúðir skammt ofan við Namche Bazar og stingur Everest upp kollinum á bak við. Ama Dablam hægra megin.
Guðmundur Stefán Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson með ísfjallið í …
Guðmundur Stefán Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson með ísfjallið í baksýn og fjallið Pumori Ra.
Hópurinn sem Guðmundur Stefán og Ingólfur Geir fara með á …
Hópurinn sem Guðmundur Stefán og Ingólfur Geir fara með á Everest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert