Óvissustigi aflýst

Jarðskjálftar hafa verið tíðir úti fyrir Norðurlandi undanfarið
Jarðskjálftar hafa verið tíðir úti fyrir Norðurlandi undanfarið Mynd/Veðurstofa Íslands

Ríkislögreglustjóri hefur, í samráði við vísindamenn og lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík, ákveðið að aflýsa óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.

Óvissustigi vegna jarðskjálfta úti fyrir Norðurlandi var lýst yfir 2. apríl síðastliðinn. Aukið eftirlit var virkjað, og farið yfir viðbragðsáætlanir vegna stórskjálfta. Jarðskjálftavirknin hefur minnkað á síðustu vikum, bæði fjöldi skjálfta og styrkur og telja vísindamenn að hrinan sé gengin yfir.

Því ferli sem fer í gang vegna yfirlýsingar á óvissustigi er lokið, en áfram verður fylgst með hættunni sem fylgir stórum jarðskjálftum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert